Skírnir - 01.04.1994, Side 153
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
147
Það er ekki nóg að kenna mönnum að lesa og skrifa; þeir verða líka að fá
hentugar bækur að lesa; það er ekki til neins að fá manni hníf og spón, ef
hann ekkert fær að borða. Námfús alþýðumaður getur nú sem stendur
ekki fengið neina fræðslu að mun um náttúru þess lands, sem hann lifir í,
eða um sögu landsins á ýmsum tímum; hann á mjög örðugt með að afla
sér þekkingar á bókmentum vorum að fornu og nýju og hafa þær þó á
öllum öldum mörg gullkorn inni að halda. Ef alt þetta væri lagt fyrir ís-
lenzka alþýðu í laglegum búningi, mundi það sannarlega styrkja þjóð-
ernistilfinninguna og vekja hlýjan hug til landsins og þjóðfélagsins.23
Þorvaldur var mikill áhugamaður um útgáfu fræðslurita og
samdi nokkrar slíkar bækur. Þegar hann féll frá, árið 1921, vann
hann að því að semja röð rita, er átti að heita Alþýðleg fræðirit og
vera í sjö bindum.24 Ekki kom neitt út af því efni af þessu tagi,
sem Þorvaldur hafði fullsamið.
Hið íslenzka bókmenntafélag sinnti útgáfu á þessu sviði sem
fyrr. Við hlið Bókmenntafélagsins var Hið íslenzka þjóðvinafélag
sá aðili, sem þar lét mest að sér kveða á síðasta fjórðungi 19. aldar
og öndverðri 20. öld. Naut Þjóðvinafélagið löngum nokkurs út-
gáfustyrks úr ríkissjóði. A heildina litið voru rit þau, sem félagið
gaf út, nokkuð fjölbreytt. Þar má nefna Hvers vegnai - Vegna
þess eftir Henri de Parville, verk um náttúrufræðileg efni, sett upp
í formi spurninga og svara, sem naut mikilla vinsælda, ýmis rit
um landbúnað og þýðingar á þekktum ritum eftir fræga enska
höfunda, Um uppeldi eftir Herbert Spencer, Sparsemi eftir Samu-
el Smiles og Umfrelsið eftir John Stuart Mill.
Þegar leið að aldamótum, fór að gæta talsverðrar gagnrýni á
Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags fyrir það, að efni þess
væri ekki nógu fjölbreytt og ekki sem skyldi við alþýðu hæfi. Var
ákveðið í framhaldi af þessari umræðu að sameina tímaritið og
Skírni undir heitinu Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafé-
lags, og átti þar að leggja áherzlu á alþýðlegt fræðsluefni. Alits-
gerð nefndar, sem skipuð var til að gera tillögu um sameininguna
23 Sama ritgerð, s. 38-39.
24 Bogi Th. Melsteð: Þorvaldur Thoroddsen. Um œfi hans og störf. Kh. 1923, s.
65-66.