Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 154
148
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
og Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, tók saman, er mjög
athyglisverð. Þar kemur sitthvað merkilegt fram um útgáfustefnu
alþýðlegs tímarits. Markmiðin eru gamalkunnug. I álitsgerðinni
segir m.a.:
Gott alþýðutímarit þarf að vorri hyggju að vera margbreytt að efni, en
ritgerðirnar yfirleitt stuttar. Það má ekki að neinu leyti gefa sig að
stjórnmálabaráttu - ekki vera pólitiskt. Það ætti að flytja ljóst samdar rit-
gerðir um framfaramál þjóðarinnar, einkum þau, er lúta að endurbótum
á mentun hennar og atvinnuvegum, og seilast eftir áliti þeirra manna, er
mesta og bezta hafa þekkinguna í hverri grein. Það ætti ekki að þurfa að
flytja ítarlegar almennar fréttir, hvorki innlendar né útlendar - það gera
nú dagblöðin -, en hins vegar ætti það að flytja alþýðu manna fréttir af
verklegum framförum annarra þjóða, breytingum á siðmenning þeirra,
lífskjörum og lífsskoðunum. Þá ætti það að flytja fregnir um merkar vís-
indanýjungar, þær er á einhvern hátt miða að því, að létta mönnunum
baráttuna fyrir lífinu eða víkka sjónarsvið mannlegs anda. I þessu riti
ættu alþýðumenn að fá fregnir um merkustu bækur, er út koma innan-
lands og utan. I því ætti einnig við og við að færa almenningi gullkorn úr
nútíðarskáldskap og önnur þau ritsmíði, er glæða mega fegurðartilfinn-
ingu manna.25
Skírnir í hinum nýja búningi naut mikilla vinsælda meðal al-
mennings. Líku máli gegndi um ýmis önnur tímarit, sem fluttu
m.a. fjölbreytt alþýðlegt fræðsluefni. Skal þar einkum nefnd Eim-
reiðin, stofnuð árið 1895. I lok 19. aldar og fyrstu áratugum 20.
aldar voru einnig stofnuð ýmis sérhæfð tímarit, sem birtu m.a. al-
þýðlegar fræðslugreinar. Má þar nefna Búnaðarrit, stofnað árið
1887, og Náttúrufrxðinginn, sem byrjað var að gefa út árið 1931.
Um aldamótin var einnig rætt um það, að Bókmenntafélagið
þyrfti að gefa út fleiri bækur við hæfi almennings. Arið 1904
vakti Valtýr Guðmundsson, sem þá var forseti Kaupmanna-
hafnardeildar félagsins, máls á því, að sá þáttur í starfsemi þess,
sem laut að útgáfu alþýðurita, hefði verið vanræktur. Var sam-
25
„TímaritiS Skírnir. Nefndarálit um breyting á Skírni og Tímariti Bókmenta-
félagsins.“ Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags, 25. árg. Rv. 1904, s. 204-
205.