Skírnir - 01.04.1994, Page 159
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
153
íslenzkum lesendahópi. Heppilegra væri, að íslenzkir mennta-
menn semdu fræðslurit. Þau gætu byggt að meira eða minna leyti
á erlendum bókum, en skyldu miðuð við þarfir íslenzkrar al-
þýðu.33 Og bæði Magnús Jónsson dósent og Björg Þ. Blöndal, sem
síðar var rituð Þorláksdóttir, lögðu áherzlu á, að í safni valinna rita
við alþýðu hæfi ættu að vera rit eftir Islendinga við hlið þýðinga.34
Arið 1927 birti Kristján Albertsson grein, sem hann nefndi
„Andlegt líf á Islandi“. Þar segir hann auðskilið, að bókin hljóti
að vera höfuðuppspretta skemmtunar og menningar í lífi Islend-
inga, að á hverju íslenzku heimili, þar sem hugsandi mannveru
eigi að vera líft, verði að vera gott bókasafn. Hann segir og ís-
lenzku þjóðinni „meiri nauðsyn á gnægð góðra bóka en ef til vill
nokkurri annari þjóð“ og að engin læs þjóð eigi við að búa svo lé-
legan og fábreytilegan bókakost sem íslenzka þjóðin.35 Kristján
vitnar síðan í áðurnefnda grein Sigurðar Nordals. Hann telur til-
lögu Sigurðar hafa þann eina galla, að hún nái of skammt. Sjálf-
sagt virðist, að íslenzkt ríkisforlag gefi út jöfnum höndum þýð-
ingar og hin beztu frumsamin rit. Kristján gerir ráð fyrir, að
megnið af bókum forlagsins myndi koma út í tveimur söfnum;
annars vegar væru fræðirit, þýdd og frumsamin, hins vegar skáld-
rit, innlend og útlend. Verði útgáfubóka yrði mjög stillt í hóf.
Meðal hins góða, sem Kristján taldi, að myndi leiða af starfrækslu
ríkisforlags, nefndi hann eftirtalin atriði:
Fjölbreytt og góð bókasöfn myndu smám saman verða til á nálega
hverju heimili í landinu, þau ykjust áratug af áratugi og gengju í erfðir
mann fram af manni, - íslenzka þjóðin eignaðist sameiginlegan mennt-
unargrundvöll, vítt útsýni yfir hinn andlega heim í fortíð og nútíð. Bók-
hneigð færi vaxandi, smekkurinn menntaðist, íslenzkir hugir yrðu ríkari
og fleygari. Menn hefðu fleira að tala um og gleðjast yfir sameiginlega,
íslenzkt líf yrði innihaldsmeira, - þjóðin í heild sinni skemmtilegri,
mannaðri, vitrari, andlegri.
33 Þorvaldur Thoroddsen: „Alþýðumentun og þýðingar." Lögrjetta, 14. ár, 30.
tbl. Rv. 1919 (23. júlí), s. 1-2.
34 Magnús Jónsson: ,,„Þýðingar.““ Lögrjetta, 14. ár, 20. tbl. Rv. 1919 (14. maí), s.
71-72. - Björg Þ. Blöndal: „Þýðingar." Lögrjetta, 14. ár, 29. tbl. Rv. 1919 (16.
júlí), s. 2.
35 Kristján Albertsson: „Andlegt líf á íslandi.“ Vaka, 1. árg. Rv. 1927, s. 370.