Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 161
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
155
Menningarsjóðs og sagði, að bókaútgáfa hans væri sjálfsagður
stofn og upphaf ríkisforlagsins. Athyglisvert er, hve mikla áherzlu
fræðslumálastjórinn lagði á mikilvægi sjálfsmenntunar við hlið
skólastarfs. Hann sagði m.a.:
Við flutningsmenn teljum, að með ríkisafskiftum megi koma betra
skipulagi á margt það, er lýtur að bókaútgáfu. Við þurfum að eignast
fjölskrúðugar bókmenntir og þýðingar. Um mörg af helstu viðfangsefn-
um nútímaþjóðfjelags hefir ekki verið skrifað til neinnar hlítar á ís-
lensku. Eitt af því, sem mest háir skólastarfsemi hjer og sjálfsmentun, er
það, hvað bókakostur er fáskrúðugur, á móts við það, sem er með öðr-
um menningarþjóðum.42
Ekki varð úr því, að sérstakt ríkisforlag yrði sett á fót sem sjálf-
stæð stofnun, en fram til ársins 1938 gaf Menningarsjóður út all-
nokkrar bækur, þ. á m. fræðslurit, svo sem Aldahvörf í dýrarík-
inu eftir Arna Friðriksson og Veraldarsögu eftir H. G. Wells. Síð-
an lagðist útgáfan af, m.a. vegna fjárhagsörðugleika.
Árið 1939 dró svo til tíðinda í útgáfumálum, sem hið opinbera
átti aðild að. Fyrir þann tíma, eða árið 1937, hafði bókafélagið
Mál og menning verið stofnað. Þegar því bókafélagi var hleypt af
stokkunum, var sett á oddinn það markmið að gefa almenningi
kost á að eignast valdar, ódýrar bækur, þ. á m. fræðslurit. Þessi
áherzla kemur fram í grein Kristins E. Andréssonar, „Framtíðar-
starfsemi Máls og menningar“, sem birtist árið 1938. Kristinn
segir:
En það, sem einmitt er tilfinnanlegast, þegar litið er yfir íslenzkan bóka-
kost, er vöntun á grundvallarritum almennrar þekkingar. [...] Það hefir
verið komið við á hinum og öðrum stöðum, tekið fyrir eitt og eitt efni,
þýdd einstök rit, en allt valið er af handahófi. Aldrei hefir verið komið
upp samfelldri skipulegri starfsemi með alhliða menntun þjóðarinnar
fyrir augum. Það væri ekki sízt þörf, að reyna að bæta eitthvað úr
þessu.43
42 Alþingistíðindi 1928. Fertugasta löggjafarþing. D. Umrreður um þingsálykt-
unartillögur og fyrirspurnir. Rv. 1928, d. 87-89. Tilvitnun er sótt í d. 88.
43 Kristinn E. Andrésson: „Framtíðarstarfsemi Máls og menningar." Tímarit
Máls og menningar, 1. árg., 2. tbl. Rv. 1938, s. 7.