Skírnir - 01.04.1994, Page 162
156
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Bókaútgáfa Máls og menningar fékk strax góðar undirtektir.
Meðal fræðslurita, sem félagið gaf út fyrsta áratuginn, voru Efnis-
heimurinn eftir Björn Franzson, Mannkynssaga (fyrsta bindi í
bókaflokki) eftir Asgeir Hjartarson og Undur veraldar, safn
þýddra ritgerða um ýmis svið vísinda. Arið 1938 kom til sögu
Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sem gaf út valin rit, ætl-
uð almenningi, þ. á m. Lönd og ríki. Agrip hagfrœðilegrar landa-
frœði eftir J. F. Horrabin. En starfsemi M.F.A. var alltaf smærri í
sniðum en starfsemi Máls og menningar.
Þjóðvinafélagið hafði haldið áfram að gefa út fræðslurit, og
árið 1924 var hleypt af stokkunum ritröð, sem nefnd var Bóka-
safn Þjóðvinafélagsins. Komu þar út ýmsar bækur af þessu tagi,
svo sem Mannfræði eftir R. R. Marrett og Svefn og draumar eftir
Björgu Þorláksdóttur, síðast árið 1937; alls urðu ritin níu talsins.
Er þannig ljóst, að sitthvað var að gerast í þessum efnum á fjórða
áratuginum. En eftir nokkurn aðdraganda var ákveðið, að
Menntamálaráð og Þjóðvinafélagið tækju að hafa samvinnu um
bókaútgáfu, og hófst hún árið 1940. Þegar hér var komið sögu,
voru stjórnarmenn í Þjóðvinafélaginu kosnir á Alþingi, eins og
verið hefur til þessa dags. Áður höfðu félagar í Þjóðvinafélaginu í
raun verið áskrifendur að ritum þeim, sem það gaf út, og nú var
mönnum gefinn kostur á að gerast áskrifendur að útgáfuritum
Menntamálaráðs; var það reyndar sama form og Mál og menning
hafði tekið upp. Hlaut hin nýja útgáfa Menntamálaráðs mjög
góðar undirtektir meðal almennings líkt og útgáfa Máls og menn-
ingar og Menningar- og fræðslusambands alþýðu hafði þá þegar
fengið.
Jónas Jónsson frá Hriflu átti án efa manna stærstan hlut að
þessari nýskipan útgáfumála, sem tengdust hinu opinbera. Er
fróðlegt að athuga þá hugmyndafræði, sem birtist, þar sem Jónas
fjallar um orsakir stefnubreytingar á þessu sviði í grein árið 1940,
sem ber heitið „Hin nýja bókaútgáfa“. Hann segir, að bókaverð
hafi hækkað svo mjög eftir heimsstyrjöldina 1914-1918, að al-
þýðu manna sé ofviða að kaupa bækur að einhverju marki. Þar
sem lestrarfélög séu ekki starfandi eða þau vanmáttug, fari þorri
fólks á mis við nýjar bækur. Tilgangurinn með hinni nýju útgáfu