Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 165
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
159
VI. Niðurlag
Að endingu skulu sett fram í stuttu máli svör við þeim spurning-
um, sem reifaðar voru í inngangskafla. Eins og fram kom í 2.
kafla, fer naumast á milli mála, að það svið, þar sem upplýsingin
markaði skýrust þáttaskil meðal Islendinga, er bókaútgáfa. Stafar
það að hluta af því, að útgáfa veraldlegra rita á íslenzku var harla
lítil fyrir upplýsingaröld, svo sem getið var um í upphafi. Áherzla
íslenzkra upplýsingarmanna á fræðsluritaþáttinn í bókaútgáfu
réðst annars vegar af því, hve kjarnlægur fræðsluþátturinn var í
upplýsingunni sem fjölþjóðlegri hugmyndastefnu, hins vegar af
því, að vegna ytri aðstæðna á íslandi töldu þeir ekki forsendur
fyrir því, að þorri almennings nyti skipulagðrar skólagöngu. Eins
og mörg dæmi sýna, sem tekin hafa verið hér að framan, gætti
viðhorfa af þessu tagi mjög meðal íslenzkra menntamanna, lengi
eftir að upplýsingaröld lauk. Þrátt fyrir breytingar, sem urðu á ís-
lenzku þjóðfélagi, og mjög vaxandi skólahald seint á 19. öld og á
fyrstu áratugum 20. aldar hélzt þessi þunga áherzla á sjálfsnám
með lestri góðra bóka sem þátt í alþýðufræðslu. Viðhorf Magn-
úsar Stephensens, svo að dæmi sé tekið af helzta leiðtoga upplýs-
ingarinnar á íslandi, og sumra manna, sem áhrifaríkir voru í ís-
lenzku menningarlífi á fyrstu áratugum 20. aldar, svo sem Jónasar
Jónssonar frá Hriflu og Sigurðar Nordals, fara á ýmsan hátt sam-
an að þessu leyti. A síðustu áratugum hafa bein tengsl við
fræðsluhugmyndir upplýsingarmanna ekki verið eins skýr og
áður, en þau eru þó auðgreind. I grannlöndum, sem okkur Is-
lendingum er tamt að bera okkur saman við, hefur sú hefð vissu-
lega haldizt til þessa dags að gefa út mikinn fjölda fræðslurita,
sem ætluð eru almenningi. En óhætt er að setja fram þá alhæf-
ingu, að á því tímabili, sem fjallað er um í þessari grein, hafi slíkri
bókaútgáfu ekki verið ætlað jafnmikið hlutverk í alþýðufræðslu í
þeim löndum og raun varð á hér á landi. Tengist þetta þróun
skólakerfisins, eins og áður hefur verið lögð áherzla á.
Þannig má segja, að arfleifð upplýsingarinnar meðal íslend-
inga á sviði bókaútgáfu og fræðslumála í víðum skilningi hafi ver-
ið býsna mikilvæg. Marga þræði frá upplýsingunni er að finna í
vestrænni menningu á 19. og 20. öld, og á það við um menningu