Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 170
164
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
kenndur í grískum skólum, a. m. k. í Miklagarði, allt fram á 9ndu
öld. Sé það rétt, hefur enn þótt dónaskapur í höfuðstað kristninn-
ar um daga Fótíusar patríarka og Ingólfs Arnarsonar að bera guðs
nafn fram meðþ-hljóði: þeos.
Rómverjar rituðu í fyrstunnip, t og c (= k ) fyrir grískcþ, 0, x>
en bættu þó smám saman ráð sitt og tóku að rita ph, th, ch; höfðu
sem sé h til þess að tákna fráblásturinn. Sá ritháttur hefur haldist
víða um Vesturlönd þar sem latneskt stafróf er notað, allt fram á
þennan dag; og svo var einnig lengi á Islandi, og helst enn í
mannanöfnum (Theódór, Theódóra o. fl.).
Önghljóðsframburður hinna fornu fráblásnu lokhljóða hefur
þó sennilega verið orðinn algengur snemma á býsönskum tímum
(með nokkrum undantekningum). I nýrra máli grísku er/, þ (eða
lík hljóð) borin fram víðast hvar þar sem rituð voru cþ, 0 að fornu.
Nú er ritað x fyrir uppgómmælt önghljóð, líkt því sem borið er
fram í íslenskum orðum eins og sagt, kveikt, eða þar sem gamlir
Sunnlendingar bera fram hv (Hvítá o. s. frv., að slepptri kringing
varanna); þó framgómmælt á undan framtungusérhljóðum (e, i).
Það er því rangt sem stundum er haldið fram að nýgríska x~
hljóðið sé hið sama og íslenska /i-hljóðið. í íslenskum orðum eins
og hitta, hátta er h ritað fyrir raddbandaönghljóð.
Hljóð þau sem vant er að rita (3, 8, y varðveittu raddaðan
lokhljóðsframburð langt fram á daga rómversku keisaranna. I
nýrra máli eru hljóð þessi aftur á móti orðin að rödduðum
önghljóðum, v, ð, g (líkt og í orðunum saga, eiga). Þessi um-
breyting virðist hafa verið komin í kring þegar slafneskir klerkar
sömdu stafróf sitt á 9ndu öld.
Gríska fornmálið á það sammerkt við íslensku að hvorttveggja
málið er fátækt að blísturshljóðum (s-um). Þar sem C (zeta) er
ritað í attnesku máli mun framburðurinn hafa verið sd (með
rödduðu s-i). ’Qpopá£r|C er erkigoð íranskra þjóða (Ahúra
Mazdah) nefnt í riti sem eignað hefur verið Platon (Alkibíades
I,122a); Sdeus hét á máli Aþenumanna hinn víðskyggni Kronus-
son, sá er Sveinbjörn Egilsson kallar Seif. I framburði runnu þó
sd snemma saman og varð úr raddað s, og helst sá framburður
enn í dag. Oftast nær mun vera ritað s í íslensku máli þar sem
grískan hefur C- Sakyntsey segir Sveinbjörn Egilsson (ZúkuvSoc,