Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 173
SKÍRNIR
GRlSK ORÐ OG ÍSLENSK
167
og smátt. Oftlega verður reyndar að geta í eyðurnar, og stundum
er hreinlega gefist upp. Þekkingin er að vísu ófullkomin, en hún
er þó meiri en engin.1
III.
A miðöldum mun hafa verið vanalegt a Vesturlöndum, þar sem
gekk rómversk-katólskur siður og latneskt bókarmál, að grísk
eiginheiti fengju latneskan búning og væru jafnvel beygð eftir
lögmálum þeirrar tungu. Framburðurinn var sá sem beitt var í
latínumáli á hverjum stað; miðaldalatína var sem sé með
nokkrum hætti kreólskt mál (þetta orð er hér haft um algerlega
málfræðilegt hugtak en ekki í niðrunarskyni; gott dæmi kreólsks
máls sem nákomið er íslensku er norska ríkismálið): i hofn þeiri
er i Athenis h(et), segir í Trójumannasögu (útg. Louis-Jensen,
1963, bls. 65); Alexandr sonr Priami (sama rit, bls. 66); Gaf hann
riki sitt alt Thelepo (sama rit, bls. 73). Alldregi mællti hann vin-
giarnliga við Manicheos eða aðra villvmenn, segir í Antonii sögu
(.Heilagra manna sögur, útg. Unger, I, 1877, bls. 99). Herodes
konungr let taca Iohannem baptistam ok setia i myrcva-stofo, er
forn þýðing á Markúsarguðspjalli 6.17 (í norsku Homilíubók-
inni, útg. Indrebö, 1931, bls. 107; - sjá Kirby I, 1976, bls. 205).
Oddur Gottskálksson segir í Nýjatestamentisþýðingu sinni i
Christo (II Kor. 2,15-16), truna a Christum (Gal. 2,16), til Jo-
hannem (Lúk. 16,16), til Petro (Matt. 26,73; - sjá Jón Helgason
1929, bls. 176 o. áfr.). Otal líkra dæma má finna í Guðbrands-
biflíu (sjá Bandle 1956) og öðrum lúterskum guðsorðabókum
siðskiptatímanna og seinni alda. Til skamms tíma voru klerkar
vorir að burðast við að beygja nafn frelsara síns að latneskum
hætti: Jesús, (um) Jesúm, (hjá) Jesú, (til) Jesú stendur í Biflíuþýð-
ingunni frá árinu 1841 (Viðeyjarbiflíu), og svo stóð enn í þýðingu
frá árinu 1866, þeirri sem ég las í bernsku, og varð mér svo sem
1 Stutt en skýrt ágrip af hljóðfræði gríska fornmálsins er í bók W. S. Allens: Vox
Graeca (1968). Til skýringar íslenskum hljóðfræðishugtökum vísa ég í Is-
lenska málfrœði Kristjáns Árnasonar, b. 2 (1983), bls. 95 o. áfr.