Skírnir - 01.04.1994, Page 176
170
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
en tekin upp nýgrísk áhersla í þess stað; en hún er reyndar nú á
dögum ekki ávallt á sama atkvæði og í fornmálinu. Islenskir
iðkendur grískra fræða yrðu að gæta þess vandlega að berap, í og
k fram í grískum orðum án fráblásturs. Þá þyrfti og að dubba upp
þá karlmenn á íslandi sem heita Jón, Pétur og Páll, og færa nöfn
þeirra til nýgrískrar tungu. Og eitthvað held ég mér yrði tregt
tungutakið ef nafninu Kaþrín eða Kaþarína yrði dembt á systur
mína og ömmu, langömmu og langalangömmu og hálfa kvensift.
Ekki veit ég hvernig nöfnin Dósóþeus og Aþanasíus eru til
komin á íslandi, og eru þó fræg af ágætisverkum þeirra sem svo
hafa heitið og svo niðja þeirra. Líklega hafa hér einhverjir sóknar-
prestar tekið til klerkdóms síns, í þá líking sem gerði séra Ketill,
sá er Guðmundur biskup Arason sendi í Rómavegu að finna
herra páfann (sjá Biskupasögur II, 1878, bls. 123-4).
Þeódóru (hví ekki Þeóðóru}) Sigurðardóttur árna ég allra
heilla og meiri jarðlegrar farsældar og betri eftirmæla en sumum
þeirra kvenna varð auðið er svo hétu með Grikkjum í forneskju;
og er þó ekki trútt um að mig gruni ekki að hún verði stundum
einmana undir svo fögru nafni. En af því að mér er innborin bæði
stríðni og hótfyndni, get ég ekki á mér setið að minna Sigurð á að
ó (með broddi yfir) er ritað fyrir tvíhljóð í íslensku máli; í gríska
nafninu ©eoSwpa eru aðeins einhljóð. Nú mun að vísu vera
nokkuð á reiki hvort grísku o-in eru rituð á íslensku með broddi
eða án. Víst er þó það Sveinbjörn Egilsson ritar nafn Odysseifs
broddlaust; aftur á móti t. a. m. Ólympus, Olympshallir, Ólymps-
tindar. Mörg dæmi má finna um þetta ósamræmi í grein þeirri
sem hér er saman skrifuð.
Sigurður fær sér til orða að Rómverjar hafi breytt Odysseifs-
nafni í Ulysses, en aðrar þjóðir „apað þá fásinnu eftir þeim“. En
þetta er rangt. Nafn þessa þjóðsagnagarps mun hvergi vera
skrifað með 8-i í grískum heimildum öðrum en Hómerskviðum.
Miklu algengari mynd þessa nafns virðist vera sú þar sem ritað er
X, og framburður þá í samræmi við það: ’ OXucKakúc, OúXi^euc,
OúXi£r|C o. fl. Eiginheiti þetta er að líkindum tökuorð úr ein-
hverju tungumáli sem gengið hefur í Grikklandshafi eða Asíu
hinni minni áður en grísk tunga kom á þær stöðvar, og hefur í því