Skírnir - 01.04.1994, Page 177
SKÍRNIR
GRÍSK ORÐ OG ÍSLENSK
171
verið samhljóð sem kom Grikkjum annarlega fyrir eyru og þeir
því breytt því á ýmsa vegu. Af Odysseifi voru sagðar margar
sögur og kvennafari hans og öðrum frægðarverkum fram með
ströndum Miðjarðarhafs og allt austur í Svartahafsbotna; hafa lík-
lega fæstar þessara sagna komist á bækur. Ulixes- eða Ulysses-
nafn hefur verið til með kynkvíslum á Grikklandi vestanlands og
borist þaðan ásamt sögunum til Rómverja og annarra ítalskra
þjóða, í fyrstunni vitaskuld bókarlaust. Það hefur síðan verið haft
af vestrænum þjóðum í skemmtisögum af Trójumannastríði.
Islenskum bókmenntaiðkendum er Ulixes reyndar að góðu
kunnur úr Trójumannasögu: Ulyxes hinn spaki var sterkr oc
medalmadur vexti flaradr oc hyrligr í yfirbragdi forvitr oc mál-
snjallr (bls. 69). Og í einni gerð sögunnar hefur meira að segja
verið reynt að gefa honum norrænt nafn: hann var frumsmidr
allra ráda giorda Girkja enn hann hetþö Ulfrek (bls.145).
En víkjum nú aftur að Þeódóru Sigurðardóttur. Þau
mannanöfn þar sem Grikkir rita 0 en íslendingar t eða th eru flest
eða öll til vor komin úr katólskum sið, einatt nöfn heilagra
manna og guðsvina, t. d. T(h)eódór, T(h)eódóra. Á árunum 1921 -
50 voru 102 karlmenn skírðir T(h)eódór, 57 konur T(h)eódóra
(Þorsteinn Þorsteinsson 1961). Þetta eru sem sé algeng eiginheiti,
en að vísu til þess að gera nýleg; í manntalinu frá árinu 1703 er
ekkert fólk svo nefnt (Olafur Lárusson 1960). En nú höfum vér
auðgast um enn eitt afbrigði þessa nafns, og er gott til þess að
vita, enda mun það vera eitthvert hið elsta mannsnafn sem til er í
heiminum; te-o-do-ra er nefnd í mýkenskri kvennaskrá frá 13du
eða 14du öld f. Kr. b. (í mýkenska letrinu er ekki hægt að gera
mun á 0-i og T-i). Hinu verður ekki neitað að orðmyndin
T(h)eódóra líkist meira forngrískum framburði nafnsins en
nýyrðið Þeódóra.
Sveinbjörn Egilsson ritar í Hómersþýðingunum víðast hvar þ
þar sem stendur 0 í gríska textanum, þó stundum t; eða svo er
prentað í útgáfum lokaþýðinganna. Korintuborg er nefnd í
Ilíonskviðu (2,570; 13,664: Kopiv0oe), Kerintuborg í sömu kviðu
(2,538: Kfipiv0oc), enn fremur Tíryntsborg (11. 2,559: Tipuvc, ef.
Tipuv0oc). Faetúsa er skógargyðja kölluð (Od. 12,132: <Þaé0oixja).