Skírnir - 01.04.1994, Page 181
SKlRNIR
GRÍSK ORÐ OG ÍSLENSK
175
heitum, eins og að ofan greinir; h kannast ég ekki við, hvorki í
stafsetningu né framburði, og mun aðeins vera haft þar sem
ritaður er spiritus asper (') í attneska stafrófinu (Hrea, Hera). Og
eitthvað held ég upplitið yrði skrítið á sumum klerkum hinnar
evangelisk-lútersku þjóðkirkju Islands ef þeir heyrðu guð sinn og
frelsara nefndan Hrist (XpioToc). Hitt mun ekki ótítt að setja h
fyrir x í nýgrískum eiginheitum. Sjálfur lét ég það dankast að
nefna sendiboða dauðans Haros (Xápoc) í minningarriti Svein-
bjarnar Egilssonar fyrir nokkrum árum: „Haros þar ríður Helj-
arslóð, hnipinn er nár í togi" (Grikkland ár og síð, 1991, bls. 337),
og þó með hálfum huga; sú bölvaða stuðlanna þrísetta grein, tild-
ur sem germönsk tískuskáld stældu eftir Keltum suður í Rín-
arlöndum nokkrum mannsöldrum fyrir Islandsbyggð, og hefur
síðan verið að flækjast fyrir skáldum vorum, mun þó fremur talin
til hagmælsku en skáldskapar nú á dögum. Líklegt er þó að
framburði nýgríska önghljóðsins og hins íslenska mismuni lítið í
eyrum þess sem illa hlustar. Aftur á móti snaraði ég einu sinni -
illu heilli - sögukorni fornu af Dafnis og Klói, en aldrei hvarflaði
að mér hafa nafnið Hlói (eða Hlóa) á telpukind þeirri sem þar er
sagt frá (XXor|).
Oftast nær mun nú reyndar ritað k fyrir gómmælt önghljóð í
erlendum eiginheitum og öðrum orðum: Krústsjof kalífi. Og er
þessi ritháttur vitaskuld sóttur til nágrannatungna vorra.
I fyrri Biflíuþýðingum mun jafnaðarlega vera ritað ph, th og
ch í eiginheitum þar sem eru tj>, 0 og x í gríska textanum, enda
hefur við þýðinguna vitaskuld verið farið eftir latnesku Biflíunni
að viðbættri þýðingu Lúters og dönskum þýðingum: Japheths
(Guðbrandsbiflía, Mós. 1,10,1-2), Prophete (sama rit, Mós. 2,7,1);
i Christo (NT-þýðing Odds Gottskálkssonar, II. Kor. 2,15-16);
fædingar bok lesu Christi (sama rit, Matt. 1,1); aftur Kristr (sama
rit, Rómv. 8,34). Vísa ég um þau efni í bækur þeirra Jóns Helga-
sonar (1929) og Oskars Bandles (1956).
I Viðeyjarbiflíu (1841), en nokkrum hluta hennar snaraði
Sveinbjörn Egilsson, er vanalegt að hafa/ og k (kk) fyrir grísk <j>
og x: Aristarkus (’ ApujTapxoc, Post. („Postulanna Gjörningar“)
20,4), Akkaja (’Ayata, II. Kor.,1,1); Amfípólis (’ Ap/lttoXlc, Post.
17,1); Stefán (S/recþavoc, Post. 6,5 og 8), svo að fáein dæmi séu