Skírnir - 01.04.1994, Side 182
176
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
nefnd. Á hinn bóginn er hér haft t fyrir 0, t.d. Atenumenn (Post.
17,21), Atenuborg (sama rit, 17,16), Tímóteus (Ti|J.o0eoc, II. Kor.
1,1), Korintuborg (Kopi.v0oc, II. Kor. 1,1 og víðar). Þá hefur sem
sé ekki þótt eiga við að rita íslenskt þ fyrir grískt 0; mun hér um
hafa vélað vöntun djöfuldóms í hinum varkára súperintendenti
sem fyrr segir frá. I þýðingu þeirri sem prentuð var árið 1981 og
áður getur er Aþenuborg komin til skila og eins Þessaloníku-
menn, en Tímóteus og Korinta halda enn velli; myndi það og
samræmast illa íslenskri hljóðfræði að rita -nþ-; en Tímóteus er
fyrir löngu orðið gott og gilt íslenskt karlmannsnafn.
Sigurði er bersýnilega hvimleiður sá siður að rita latnesku
endinguna -us í nefnifalli eintölu í stað grísku endingarinnar -oc:
Príamus fyrir Ilpiapoc o. þvl. En því er vitaskuld til að svara að
hér er farið eftir gömlum latneskum húmanistavenjum, og ekkert
merkilegt við það; grísk fornfræði vestrænna manna, íslendinga
jafnt og annarra, eru runnin af latneskum rótum. Nenni ég ekki
að fara frekar út í þá sálma hér, en minni Sigurð á að enn eru
guðspjallamennirnir Matteus og Markús í góðu gæti hjá íslensk-
um klerkum (Ma00aLoc eða MaT0aíoc, MapKoc). Og ekki hefur
prestum þeirra lúterstrúarmanna þótt taka því að amast við þeim
Sebedeusi, Filippusi, Bartólómeusi, Alfeusi og Taddeusi sem segir
frá í lOnda kapítula Matteusarguðspjalls, svo að nokkur dæmi séu
tilnefnd úr síðustu Biflíuþýðingu (1981). Og sé þessi latínu-
mannasiður ámælisverður, hví þá ekki einnig nafnmyndin Akkil-
les, en hana hefur Sveinbjörn sótt í latínu (Achilles, gr. ’AxlX-
Xeúc). Reyndar hefði garpur þessi vel mátt heita Akkilleifur, en á
þá lund snýr Sveinbjörn eiginheitum þeim öðrum þar sem í
grísku er höfð endingin -euc: Peleifur o. m. fl., sbr. einnig Seifur
fyrir Zeuc; af bréfum Sveinbjarnar til Rasks sést raunar að sú
orðmynd hefur bögglast fyrir honum; vísast vöntun djöfuldóms
hafi einnig verið hér að verki. Akkilles nefnist Akkilleifur í þýð-
ingu Gríms Thomsens á annarri ólympiskri drápu Pindars (13da
erindi; rímar við Seifur). Ekki er því þó að leyna að á ýmsu hefur
gengið í íslensku máli fyrir þessu endingartetri sem Sigurður gerir
sér svo títt um. Grímur Thomsen ritar t. a. m. Foibos, Eufemos,
Mospos (4ða pýþneska drápa), Bakkos, Kefissos (Sófókles, Oidi-
pús á Kólonos, kórsöngur), o. fl. (útg. 1954). Og eins fer Ágúst