Skírnir - 01.04.1994, Page 183
SKÍRNIR
GRÍSK ORÐ OG ÍSLENSK
177
(H.) Bjarnason að ráði sínu í Yfirliti yfir sögu mannsandans
(■Hellas, 1910): Míletos, Efesos, Tartaros o. m. fl. Hann ritar einnig
Sevs en ekki Seifur. Svo gerir raunar einnig Steingrímur Thor-
steinson í þýðingu sinni á grískri goðafræði Stolls (1871; hér er og
höfð nefnifallsendingin -os, sjá bls. 9: Tartaros, Uranos, Kronos,
Bakkos o.fl.) og í kvæði sínu Island til Hellas: skínandi veiti /
skýjaðan aldrei / Sevsfér og Níke /sannfrelsis dag (útg. 1925, bls.
48-49). Trauðla verður þó Steingrímur talinn til ættkvíslar séra
Ketils, né heldur Grímur. Allt fyrir það veit ég ekki betur en
Bakkus sé tamara nafn en Bakkos íslenskum tíðleikamönnum
goðs þessa. Venus og Bacchus og stúlkur og staup kvað Benedikt
Gröndal í Hvalatvísöng (Rit II, bls. 323).
Lyktir þessa máls eru því þær að latneska endingin -us sé alla
jafnan höfð í grískum orðum þar sem venja hefur komist á.
Hér hafa nú verið tíndar saman nokkrar minnisgreinir til fróð-
leiks um stafsetningu grískra eiginheita og annarra orða í íslensk-
um ritum. Um þau efni munu vonandi aðrir menn fjalla sem mér
eru fróðari um sögu grískra mennta á Islandi og forvitnari; ef
þykir þá taka því að sinna svo lítilfjörlegum vísindum. En grein
Sigurðar A. Magnússonar vakti mig til andsvara, þar sem hún er
augsýnilega samin að vanhugsuðu máli. Væri hans ráðum hlýtt,
færu í raun réttri allar grískar menntir Islendinga forgörðum, og
jafnvel guðfræðin líka. Þá yrði að endursemja gríska goðafræði
og fá ný nöfn mörgum þeim menningarlegum hugtökum sem
þaðan eru kynjuð og úr öðrum fornum fræðum; fornmenn
Grikkja yrði að endurskíra og suma allrækilega. Og ekkert hefði
áunnist við þetta umstang, nema dekur við hálflærða gríska þjóð-
rembingsmenn; grískir lærdómsmenn eru ekki að fjargviðrast út
af slíkum hégóma; og almenningi er sama. Nýgrískur framburður
er ekki hóti líkari fornmálinu en skólaframburður sá sem íslend-
ingar og nágrenndarþjóðir þeirra hafa vanist mannsöldrum sam-
an, í ýmsum afbrigðum, nema síður sé.
Einsætt er að iðkendur fornra tungna hljóta að búa sér til eins
konar samræmdan framburð til notkunar við lestur textanna. Hér
er líkt komið fyrir gríska fornmálinu og t. a. m. súmersku, húrrít-
isku og latínu. Vitaskuld er kostur að framburðurinn sé sem lík-