Skírnir - 01.04.1994, Page 190
184
ÞORGEIR ÞORGEIRSON
SKÍRNIR
ann John Grierson. Hann fæddist 1898 og var starfandi eitthvað
fram á áttunda áratug þessarar aldar, en blómatími hans var á ár-
unum 1930 og fram yfir heimstyrjöldina síðari. Hann stefndi þá
til liðs við sig mörgum helstu ljóðskáldum kvikmyndavélarinnar
og fékk þeim peninga til að gera kvikmyndir á grundvelli veru-
leikans með frjálsri aðferð, því Grierson var snillingur í því að
safna fé til óháðrar kvikmyndagerðar, bæði frá einkaaðilum og
opinberum stofnunum, auk þess sem framleiðsla hans naut veru-
legrar hylli bíógesta, a.m.k. um tíma.
Mér var kennt að starf Griersons og hans líka væri undirstöðu-
þáttur í nútíma kvikmyndagerð. Þáttur sem enginn heilvita kvik-
myndahöfundur mætti láta sér fátt um finnast. Enda hafa dugandi
kvikmyndaleikstjórar Evrópu til skamms tíma litið á það sem
skyldugan þroskaáfanga að gera dokúmentarmyndir. Elérlendis
hefur áhrifa Griersons og hans líka gætt minna, þó lærisveinn
hans alveg hreinræktaður væri hér raunar að störfum árið 1938.
Og gerði þá mynd um land og þjóð sem vissulega er ein af perl-
um þessa áhrifamikla skóla.
Mynd kapteins Dam um Island er dýrgripur. Ur því verkefni
að kynna land og þjóð á heimssýningunni í New York verður
honum ljóðperla um bændur og búalið, sjómenn og verkafólk að
störfum, landslag og umhverfi eins og það kemur filmskáldinu
fyrir sjónir. Það er ómetanlegt að þessi danski sjóliðsforingi skuli
hafa tekið að sér það verkefni að uppgötva söguþjóðina gegnum
auga kvikmyndalinsunnar. Þetta verk kapteins Dam er það eina
sem til er um land okkar og þjóð frá blómaskeiði dokúmentar-
ismans, því miður, það er eina kvikmyndalistaverkið í veröldinni
sem innblásið er af falslausum, alíslenskum, húmanískum sann-
færingarkrafti og státlausum þjóðlegum metnaði.
Þess vegna hélt ég að sú mynd væri almennt talin perla ís-
lenskrar kvikmyndasögu og Kvikmyndasafn íslands hefði m. a.
verið stofnað til að varðveita eintak af henni í heiðursessi, sýna
það við hverslags tækifæri og lofa verðandi kvikmyndahöfundum
að grandskoða það, sér til skyldugrar menntunar.
En það er nú eitthvað annað.