Skírnir - 01.04.1994, Page 193
SKÍRNIR
KVARTETT UM KVIKMYNDIR
187
Nýlega var sú brenglun áréttuð enn, þegar frú Bryndís
Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, sem (undarlegt
nokk) einnig stýrir Kvikmyndasafninu, lýsti yfir því í sjónvarpi
„að það ætti að vera meiri samvinna milli Utflutningsráðs, Ferða-
málaráðs og Kvikmyndasjóðs ... Því eiginlega stefnum við öll að
sama marki!“.
Þannig talar alræði auglýsinganna fyrir munn Kvikmynda-
safns Islands. Þetta er opinber stefna undir kommandó utanríkis-
ráðherrafrúarinnar. Skoðum hana nánar í samhengi við nýju
barnamyndina hans Hrafns, sem í upphafinu varð tilefni þessara
hugleiðinga um bláþræði íslenskrar kvikmyndasögu.
IV
Marklaus, hundflöt samtöl. Skortur á dramatískri byggingu. Eng-
in söguflétta. Ótrúverðugar umhverfislýsingar. Persónurnar svífa
því í lausu lofti, geta vitaskuld enga rót haft í sögu eða umhverfi,
sem ekki er fyrir hendi.
Þannig eru íslenskar kvikmyndir upp til hópa.
Það var kynslóð Hrafns Gunnlaugssonar, 68-kynslóðin svo-
nefnda, sem fyrst komst í aðstöðu til að hefja atvinnukvikmynda-
gerð hér að einhverju marki. Enda hafði ábyrgum aðilum kyn-
slóðarinnar þar á undan, stríðsgróðakynslóðarinnar, ekki þótt
rétt að flaustra neitt að setningu kvikmyndalaganna fyrr en dek-
urbörnin hennar komu til starfa.
Þróun atvinnukvikmyndagerðar hérlendis varð samstiga hug-
hvarfaskeiði 68-kynslóðarinnar, sem þá var að turnast úr kæru-
lausum hippadómi yfir í framagirni uppanna, enda búin að átta
sig á því að hún var fædd með silfurskeið ríkisforsjárinnar í
munninum og hlaut því að fylkja sér um hugsjónir markaðs-
hyggjunnar og alræði auglýsinganna.
Fyrir hendi var tæknileg þjálfun starfsliðsins úr auglýsinga-
bransanum, sem vaxið hafði eins og skuggaplanta í skjóli Ríkis-
sjónvarpsins.
Þessar forsendur eru fjarskalega ólíkar því umhverfi sem kvik-
myndagerð Evrópu var á sínum tíma vaxin upp við. Þá var