Skírnir - 01.04.1994, Page 198
192
ANDRÉS SIGURÐSSON
SKlRNIR
Lok sögunnar?
Þegar atburðarás níunda áratugarins er skoðuð er að áliti Fuku-
yamas erfitt að verjast þeirri hugsun að grundvallarbreyting hafi
átt sér stað í heimssögunni, en að hans áliti er umfjöllun um þessa
atburði yfirborðsleg. Hann telur að flestir skynji samt óljóst að
um eitthvert stærra ferli sé að ræða og það sé ástæðan fyrir sam-
henginu í fyrirsögnum blaðanna frá degi til dags, en til að greina
heildarþróunina þurfi víðara sjónarhorn.
Eftir því sem liðið hefur á þessa öld er að áliti Fukuyamas
orðið æ ljósara að frjálshyggja1 í hagfræði og stjórnmálum hefur
borið sigurorð af fasisma og kommúnisma. „Sigur hins vestræna
heims, þessarar vestrænu hugmyndar, er augljós fyrst og fremst af
því að lífvænleg kerfi önnur en vestræn frjálshyggja standa ekki
til boða.“2 Sigur frjálshyggjunnar birtist, að áliti Fukuyamas,
einnig í útbreiðslu vestrænnar neyslumenningar um allan heim.
Ástæðuna fyrir þeim miklu breytingum sem urðu í heiminum
á þessum tíma, m.a. í Austur-Evrópu, segir Fukuyama ekki að-
eins vera lok kalda stríðsins eða kaflaskil í sögunni eftir stríð,
heldur gæti verið um að ræða lok sögunnar sjálfrar, þ.e.a.s. að
mannkynið sé komið á enda hugmyndafræðilegrar þróunar og að
lokastig þjóðfélagsins sé vestrænt frjálshyggjulýðræði. Sigur
frjálshyggjunnar er þó einkum á sviði hugmyndanna eða vitund-
arinnar og „ennþá ófullkominn í hinum raunverulega eða efnis-
lega heimi. Veigamiklar ástæður eru þó til að ætla að sú hugsjón
muni stjórna efnisheiminum þegar til lengri tíma er litið“ (bls. 4).
Fukuyama rekur uppruna tilgátu sinnar til söguhyggju Hegels
sem taldi að vitund mannkyns hefði þróast gegnum margar þjóð-
félagsgerðir. Hegel hélt því fram, segir Fukuyama, að sögunni
lyki með endanlegum sigri þjóðfélags sem væri grundvallað á
1 „Frjálshyggja" sem þýðing á orðinu „liberalism“ hefur að undanförnu fengið
harðari og þrengri merkingu í íslensku en enska hugtakið.
2 Francis Fukuyama, „The End of History?" The National Interest, 16/89, bls.
3. Allar tilvitnanir í samantekt á grein Fukuyamas eru úr þessu riti og verður
því eftirleiðis aðeins tilgreint blaðsíðutal.