Skírnir - 01.04.1994, Page 204
198
ANDRÉS SIGURÐSSON
SKÍRNIR
gegnsýrð marxískum hugtökum og Fukuyama er átalinn fyrir að
laga Flegel að sínum hugmyndum á svipaðan hátt og Marx. Fíug-
myndin um lok sögunnar og ríkið eftir þau, án stéttabaráttu og
mótsagna, er fengin beint frá Marx, sem skrifaði reyndar um for-
sögu og sögu en ekki sögu og e/fzrsögu. Hjá Marx er kommún-
isminn lausnin en hjá Fukuyama er það frjálshyggjan sem markar
lok sögunnar. Þeir eru í grundvallaratriðum að segja það sama og
hugmyndafræði marxismans er í fullu fjöri í rökstuðningi sem á
að sýna fram á endalok hans.
Hörðust er gagnrýnin á túlkun Fukuyamas á lokum sögunnar
hjá Hegel. Bent er á að Fukuyama byggi á kenningu Hegels sem
hann féll síðan frá. A yngri árum taldi Hegel sögunni lokið með
sigri Napóleons við Jena 1806. Þar með hefði grundvallarreglum
Upplýsingarinnar verið komið á í heiminum: frelsið hlutgerst í
ríkinu og rökvísin í sögunni. Samkvæmt eldri Hegel, og venjulegri
túlkun á honum, er sögunni stöðugt ólokið og sífellt er reynt að
raungera þessi gildi. Sannur hegelsinni skýtur því lokum sögunn-
ar á frest. Eins og Hegel sagði þá flýgur ugla Mínervu aðeins í
húminu, þ.e.a.s. aðeins er hægt að vita það sem var.4 Heimspekin
er alltaf samantekt þar sem nútíðin er skilin eins og hún hafi þró-
ast út úr fortíðinni. Einhver „þekking" um þá „staðreynd" að í
framtíðinni verði ekki framar saga gæti ekki átt heima í kerfi
Hegels.5
I vorhefti hegeltímaritsins The Owl of Minerva 1990 gagn-
rýnir Philip T. Grier Fukuyama harkalega fyrir rangtúlkun á
Hegel. Hann bendir á að flestir þeir sem hafi fjallað um greinina
um lok sögunnar geri ráð fyrir að þar sé rétt farið með Hegel og
að Fukuyama efist ekki um að svo sé. En Fukuyama styðst við
túlkun Kojéves, segir Grier, sem sé mjög sérviskuleg, þótt hún sé
að sumu leyti sígild.6 Hann telur að enginn sem les Hegel af al-
vöru komist hjá því að sjá að Kojéve er jafnmikill höfundur að
því kerfi sem hann eignar Hegel og túlkandi hans. Því sé erfitt að
4 Gertrude Himmelfarb. Hluti af „Responses to Fukuyama". The Na.tion.cd
Interest, 16/89, bls. 24-25.
5 Philip T. Grier. „The End of History, and the Return of History". The Owl
of Minerva, 21/2 (vor 1990), bls. 139.
6 Sama rit, bls. 132.