Skírnir - 01.04.1994, Page 209
SKÍRNIR
ENN UM SAGNFRÆÐI OG SANNLEIKA
203
vísað til heimilda um þær staðreyndir sem túlkun og ályktanir
sagnfræðinganna byggjast á. Þá getur hver sem er gengið úr
skugga um það hvaða staðreyndir sagnfræðingurinn styðst við og
metið ályktanir hans samkvæmt því. Þetta er að vísu ekki vand-
kvæðalaust, því sagnfræðingar vísa að jafnaði ekki í heimildir sem
þeir láta ónotaðar, enda væri það óframkvæmanlegt. Hlutdrægni í
sagnfræði felst einmitt oft í því að menn sniðganga, meðvitað eða
vegna fordóma, heimildir sem mundu breyta skoðun lesenda á
viðfangsefninu ef þeir þekktu þær. I margs konar alþýðlegri sagn-
fræði er líka misbrestur á að vísað sé til heimilda. En í stórum
dráttum á sagnfræðingahópur samfélagsins að vita hvaða heimild-
ir eru hugsanlega nothæfar um hvaðeina, eða þekkja leiðir til að
finna þær. Og í reynd eru það venjulega aðrir sagnfræðingar sem
fara með þetta eftirlitshlutverk. Fræðaheimurinn hefur tilhneig-
ingu til að umbuna mönnum fyrir að komast að nýjum niður-
stöðum og hrekja þannig niðurstöður annarra. I samfélagi þar
sem nokkuð stór hópur manna stundar sagnfræði og frjáls um-
ræða þrífst (og annars staðar þrífst fræðileg sagnfræði tæpast) er
þannig þokkalega vel séð um að menn komist ekki andmælalaust
upp með ósannindi til lengdar.
Þorsteinn virðist halda því fram að sannfæringarkraftur sagn-
fræðinnar sé afleiðing hennar en ekki markmið (502). I því hlýtur
að felast að sagnfræðingur sannfæri fólk, hafi áhrif á hugsanir
þess, án þess að ætla sér það eða hugsa um það. I síðustu grein
minni þóttist ég benda á tvo annmarka þessa sjónarmiðs. Annars
vegar þar sem ég sagði (198): „Rannsóknir eiga margt sameigin-
legt með hráefnaöflun, og skógarhöggsmenn þurfa [...] örugglega
að hafa einhverja hugmynd um hvers konar tré séu yfirleitt
nýtileg.“ Sagnfræði hefur orðið bagalega áhrifalítil menningariðja
á 20. öld, held ég, vegna þess að sagnfræðingar hafa hneigst of
mikið til að nema staðar við sannleiksmarkmiðið og láta öðrum
eftir það hlutverk sem sagnfræðin getur rækt með árangri, að
hjálpa fólki að víkka og dýpka sjálfsmynd sína. Hinn annmarkinn
er sá að það virðist annarlegt að ætlast til að sagnfræðingar starfi
sífellt án þess að hugsa nokkru sinni um afleiðingar iðju sinnar.
Það er annað hvort niðurlægjandi eða ábyrgðarlaust, nema hvort
tveggja sé. Og þegar góður verkamaður veit um afleiðingar verka