Skírnir - 01.04.1994, Page 210
204
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
sinna fer hann að láta þá vitneskju stýra verkunum. Þá er orðið
skammt í að afleiðingarnar verði að markmiðum.
I öðru lagi segir Þorsteinn (503) að unnt sé að „færa rök að
því að leiðin til lífshamingju sé oft grýttari þeim sem þekkinguna
hefur en hinum sem lítið veit“. Vel kann það að vera, og þannig
get ég ímyndað mér að auðsveipir sagnfræðingar alræðisstjórna
kunni að réttlæta ýmislegt í iðju sinni. En í fyrstu grein minni um
þetta efni, í vorhefti Skírnis 1990, færði ég rök að því að vanþekk-
ing á margbreytileika mannlegrar tilveru dygði okkur ekki til
varanlegrar lífshamingju og ætti eftir að duga okkur sífellt verr,
eins og heimurinn virtist vera að þróast (174-75). Þetta get ég
auðvitað ekki sannað, en það er sú skoðun sem hugleiðing mín
um tilgang sagnfræðinnar byggðist á; niðurstaða rpín verður ekki
slitin frá henni.
I þriðja lagi segir Þorsteinn (503) að ekki geti sagnfræðin gert
hvort tveggja í senn „að „þjóna þjóðfélaginu og ganga inn í það““
og „að standa utan þjóðfélagsins og skylda hennar við einstakl-
inginn sé að veita honum sjónarhól utan og ofan við það“. Nú er
það svo þegar talað er um óhlutstæð fyrirbæri eins og sagnfræði
og samfélag, að orðin „ganga inn í“ og „standa utan við“ geta
aldrei haft bókstaflega merkingu. Þau eru þar óhjákvæmlega
myndhverf og standa því varnarlaus fyrir hártogunum. I raun eru
þetta engar andstæður. Til dæmis mætti sennilega segja um góðan
kaþólskan prest að hann stæði á vissan hátt utan samfélagsins, til
dæmis með því að stofna ekki venjulega fjölskyldu og vera bund-
inn þagnarheiti um það sem er slúðursefni sóknarbarnanna. A
annan hátt þjónar hann samfélagi sínu og gengur í þeim skilningi
inn í það. Sagnfræðingar eru ekki sams konar, en að sumu leyti
hliðstæðir, sálusorgarar samfélagsins, ekki með trú heldur fræði-
lega þekkingu að tæki eða aðferð.
Ég fellst á orð Þorsteins, þegar hann vill (501) „setja fræðun-
um félagslegt hlutverk sem byggir á innra markmiði þeirra, sann-
leikanum um viðfangsefnið“. Eins það (503) „að félagslegt hlut-
verk fræðigreinar hlýtur að markast af innra markmiði hennar“.
En sagnfræði byggist á og markast af sannleikanum á sama hátt
og hús er byggt á og markast af grunninum. En grunnurinn einn
er lítils virði án hússins. Og umfram allt andmæli ég orðum Þor-