Skírnir - 01.04.1994, Page 213
GREINAR UM BÆKUR
GOTTSKÁLK ÞÓR JENSSON
Aþenskar tragedíur
í íslenskum (þjóðP)búningi
Grískir barmleikir
Æskílos, Sófókles, Evríptdes
Helgi Hálfdanarson þýddi
Mál og menning 1990
I
„STórbók“ HELGA hálfdanarsonar (þetta orð, letrað glannalegu gull-
letri blasir við lesanda af kassa og bandi bókarinnar), sem geymir íslensk-
un allra leikrita forngrísku skáldanna þriggja utan einnar tragedíu eftir
Evrípídes, kom út fyrir meira en þremur árum. Einhverjum þykir því
kannski að þessi umfjöllun sé full seint á ferðinni. En seinagangurinn er
þó ekki að öllu leyti slæmur; einmitt hans vegna verður hér hægt að
skoða dálítið fyrstu viðtökur bókarinnar ekki síður en hana sjálfa. Því fer
nefnilega fjarri að þýðing Helga hafi verið hunsuð fram að þessu af
áhuga- og atvinnumönnum á bókmenntasviðinu. Nú þegar hafa birst á
prenti tveir ítarlegir ritdómar, einn í stærsta dagblaði landsins („Grískir
harmleikir“, Mbl. 23-3-1991) eftir Sigurjón Björnsson og annar í tímariti
Hins íslenska þjóðvinafélags („Afrek í íslenskum menntum", Andvari
1992, bls. 131-48) eftir Eyjólf Kolbeins. Bókarinnar var einnig getið hér í
Fregnum af bókum í hausthefti Skírnis 1992 ásamt öðrum nýlegum leik-
ritaþýðingum. Þá fara Sveinn Einarsson og Sigurður A. Magnússon lof-
samlegum orðum um verkið í greinasafni Grikklandsvinafélagsins
Hellasar (Grikkland ár og síð 1991, bls. 190-205 og 207-18) svo aðeins
séu nefnd tvenn þeirra greinaskrifa sem tengjast þýðingu Helga beint eða
óbeint.
Rúmur þriðjungur grísku tragedíanna hefur áður verið þýddur á ís-
lensku. I grein Eyjólfs Kolbeins er að finna gagnlega samantekt á sögu
þessara eldri þýðinga. Fyrstir til þess að spreyta sig á verkunum svo vit-
að sé voru þeir Sveinbjörn Egilsson („7 hershöfðingjar móti Þebu“ frá
1848-9) og Steingrímur Thorsteinsson („Promeþevs bundinn" frá 1881-
2) en það eru skólaþýðingar sem aldrei voru prentaðar en eru til í hand-
ritum á Landsbókasafni. Fyrstur til þess að komast á prent varð Grímur
Thomsen sem birti þýðingar sínar, mest brot úr kórljóðum eftir öll þrjú
skáldin (alls tæpar 1800 ljóðlínur), í safni ljóðmæla sem út kom í Kaup-
Skírnir, 168. ár (vor 1994)