Skírnir - 01.04.1994, Page 214
208
GOTTSKÁLK ÞÓR JENSSON
mannahöfn árið 1895. Næstur kom Sigfús Blöndal með tvo kórsöngva úr
Antígónu og Bakkynjunum í ljóðabók sem út kom í Reykjavík 1917 og
ekki löngu síðar Bakkynjurnar í Kaupmannahöfn 1923 og að lokum gaf
hann út tvo aðra kórsöngva úr Ifígeníu í Táris og Resosi í kvæðabók sem
út kom í Reykjavík 1949. En fyrsti stórtæki Islendingurinn á þessu sviði
var Jón Gíslason sem þýddi alls tólf tragedíur og gaf þær út í Reykjavík
ásamt formálum og skýringum: Antígóna 1961; Agamemnon 1967; Or-
esteia 1971; Persar 1972; Þrjú leikrit um ástir og hjónaband, („Altkestis,
Medea og Hippolítos") 1974; Þebuleikirnir eftir Sófókles 1978 og loks
Þrír leikir um hetjur („Prómeþeifur fjötraður, Persar og Sjö gegn Þebu“)
1981. Helgi Hálfdanarson hafði einnig áður birt sex af þýðingum heild-
arsafnsins í fjórum útgáfum, Þebuleikritin þrjú eftir Sófókles 1975, 1978
og 1979 og Óresteiu 1983, en eins og Eyjólfur Kolbeins bendir á í rit-
dómi sínum þá vantar ennþá þýðingu á einu leikriti, „Nauðleitum" eftir
Evrípídes, svo að til sé íslenskun á öllum grísku tragedíunum.
II
I eftirmála nýju bókarinnar gerir Helgi Hálfdanarson grein fyrir þýðing-
um sínum og afsakar sig með nokkurri íróníu fyrir að hafa reynt að þýða
verk eftir harmleikjaskáldin miklu án þess að kunna nokkuð í grísku.
Þannig lýsir hann verklagi: „Ekki kunni ég önnur ráð en að sanka að mér
svo mörgum þýðingum sem ég komst yfir og þóttist skilja, bera þær
saman og láta samhljóðan þeirra ráða ferðinni í lengstu lög, en velja og
hafna þar sem á milli bar, og hafa loks eftir föngum hliðsjón af bragformi
frumtextans um fjölda og skipan ljóðlína og bragliða“. Hann bætir því
við að sér hafi komið „að góðu gagni hin fræðilega lausamálsþýðing dr.
Jóns Gíslasonar“ og segir að lokum ljóst „að hér [megi] enginn vænta
fræðilegra þýðingar af neinu tagi; það [liggi] í hlutarins eðli, svo sem til
[var] stofnað; enda [hafi] annað markmið [verið] haft í huga“. Væntan-
lega hefur Helgi notað mest enskar þýðingar við íslenskun grísku
tragedíanna því þar myndi hann hafa notið langra kynna sinna af
Shakespeare sem og af þeirri ástæðu að þýðingar grísku tragedíanna á því
máli eru margar og auðfundnar - en þetta eru getgátur mínar; engin
bókaskrá fylgir útgáfunni. Ekki veit ég hvað „fræðileg þýðing“ getur
merkt annað en „nákvæm þýðing“ og því skil ég eftirmála þýðanda svo
að hann viðurkenni hreinskilnislega að þýðingin sé ónákvæm enda sé hér
ekki um eiginlega þýðingu að ræða heldur ljóðræna endurvinnslu á
prósaþýðingum Jóns Gíslasonar þar sem það á við (tólf leikrit) ásamt
samskonar íslenskun enskra og annarra þýðinga grísku tragedíanna.
Gott og vel - ef hér hefði verið látið við sitja.
En nú ber þess að geta að því hefur verið haldið fram að þýðing
Helga Hálfdanarsonar sé í raun eiginleg þýðing úr gríska textanum en
ekki slík endurvinnsla annarra þýðinga sem áður sagði. í ritdómi um