Skírnir - 01.04.1994, Page 216
210
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON
samsetning orða er auðveld og talsvert mikið notuð. Bæði eru málin
gagnsæ, hljómmikil og ljóðræn. Yfir góðri íslensku hvílir klassísk heið-
ríkja og tign líkt og í grískunni". Að lokum fær Sigurjón svo dæmið til
að ganga upp því samkvæmt honum er þýðing Helga ýmist „ótrúlega"
eða „býsna“ nákvæm og uppfyllir því öll þrjú skilyrði hans til þess að
geta kallast „skarpur skuggi“ af frummyndinni enda sé ljóst að þýðand-
inn búi yfir skáldlegri andagift.
III
Hún virðist þrásækin þessi grunsemd um sérstakan náinn skyldleika ís-
lenskunnar við forngrísku (reyndar latínu líka eins og sést best af því að
íslenskan er stundum kölluð „latína norðursins“) umfram það að bæði
málin eru talin til indóevrópsku málaættarinnar. Sjaldan hefur þó ídean
sú arna verið íklædd svo fínum platónskum sparifötum (platónisma hef-
ur verið hnyttilega lýst sem heimspeki er tekur orð í guðatölu). Oftar
rekst maður á hana í talsvert jarðneskari búningi.
Ekki alls fyrir löngu hélt Sigurður A. Magnússon því til dæmis fram
að „íslenska og gríska [væru] einu tungumál Evrópu sem rita bókstafinn
þ fyrir hljóðið sem hann táknar" (Skírnir, vor 1992, bls. 184-7). Eg verð
að viðurkenna að þessi orð komu mér mikið á óvart þegar ég las þau
fyrst því ég hef ekki ennþá séð eitt „þoddn“ í mínum grískubókum og
hélt alltaf að þessi kumpánlegi íslenski bókstafur væri að uppruna rúna-
stafurinn þorn sem komst inn í latneskt stafróf Islendinga fyrir milli-
göngu þess fornenska. En Sigurður er viss í sinni sök, svo viss að hann
hikar ekki að skora á eitt hundrað þrjáu'u og fimm Theódórur og átta
Theodórur - hann fann þær í bók um íslensk mannanöfn, þó ekki síma-
skránni - að skrifa nú framvegis nafnið sitt öðruvísi en þær væru vanar
eða sem „Þeódóra" af því að langt aftur í aldir sé Theódórunafnið komið
frá Grikklandi, þótt aldrei sæjust þarlendir menn þó skrifa það með ís-
lensku „þoddni“. En sjálfur skrifar hann svo „mýta“ (í Grikkland ár og
síð, bls. 208) í stað „mýþa“ eins og hann ætti þó að gera samkvæmt staf-
setningarreglunni sinni. En hver veit? Kannski er hér á ferðinni einhver
ný kvenréttritun sem Sigurður sjálfur er undanþeginn!
Ef til vill er dularfulla kenningin um skyldleika tungnanna uppruna-
lega komin frá Guðbrandi Vigfússyni, miklum aðdáanda Hómersþýð-
inga Sveinbjarnar Egilssonar, sem á að hafa haldið því fram á grundvelli
þeirra að það væri einhvers konar sympatí á milli íslensku og forngrísku
(sbr. Grikkland ár og síð, nmgr. 12, bls. 22). En samt - áður en þessu er
slegið alveg föstu og það sett í kennslubækur fyrir grunnskóla - væri
hollt að minnast fáeinna mjög almennra málfræðiatriða sem gætu sett
strik í reikninginn. Öll tungumál, held ég megi segja, hafa bæði samsett
orð og sagnorð; rómönsk mál byggja þar að auki svo til eingöngu á