Skírnir - 01.04.1994, Page 220
214
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON
skáldlegrar tvíræðni þar sem gjarnan er reynt til hins ítrasta á þanþol
þýðingarmálanna. I hvert sinn sem þýtt er, á sér óhjákvæmilega stað
flutningur milli menningarheima og gagnger aðlögun að nýju máli. Það
er því nógu mikil breyting sem fylgir einu þýðingarferli, hvað þá heldur
tveimur. Ekki ætla ég þó að halda því fram að annars stigs þýðingar séu
vondar undir öllum kringumstæðum, því ef marka má þá óveru sem tek-
ist hefur að íslenska fram að þessu af forngrískum verkum er sýnt að það
muni taka heila eilífð að ljúka þýðingu þó ekki sé nema mikilvægustu
verkanna. Það verður því að kallast afar klókt hjá Helga að fara svona að
og kýs ég miklu heldur að hafa hans þýðingar en engar. I nýju bókinni
eru hvorki meira né minna en tuttugu leikrit sem aldrei hafa áður birst í
íslenskum búningi. Svo eru þau á afar vönduðu máli og vel læsileg og
textinn ekki ónákvæmari en svo að margt skilar sér merkilega vel. En við
skulum segja sem satt er að þeir íslensku lesendur sem sækjast eftir djúp-
um skilningi á grísku tragedíunum verða enn sem fyrr að lesa „fræðilegar
þýðingar" á öðrum tungum, að minnsta kosti þeir sem ekki kunna forn-
grísku.
V
En ég vil einnig gera að umtalsefni ýmislegar annars konar vangaveltur
en þessar um þýðinguna sjálfa, sem þó tengjast allar náið útkomu bókar
Helga Hálfdanarsonar. Það er nefnilega svo að sumir þeir sem fjallað
hafa nýlega um þessar bókmenntir hneigjast til þess að nota þær á alls
óviðeigandi hátt sem barefli á ímyndaða eða raunverulega andstæðinga
sína.
Fyrst er þess að geta að í upphafi síðari ritdóms síns gerist Eyjólfur
Kolbeins nokkuð margorður um „dýrseðli“ og „kvalarlosta" nútíma-
mannsins sem „vökulir fjölmiðlar" færa okkur „inn á stofugólf í lifandi
myndum". Hann stingur upp á að móteitrið við þessu böli gæti verið
fornklassískar bókmenntir, svo sem grískar tragedíur er geyma „verð-
mæti sem aldrei fyrnast" og kenna okkur „önnur úrræði í misklíð en of-
beldi og morð“. Eg vona að það verði ekki túlkað sem ókurteisi ef ég
bendi á að efni grísku tragedíanna er ekki síður fullt af ofbeldi og kvöl-
um en sjónvarpið, þótt oftast sé í báðum þessum miðlum að minnsta
kosti í orði kveðnu leitast við að letja en ekki hvetja áhorfendur til of-
beldis. Við lesum í Óresteiunni, svo eitthvað sé nefnt, um tvö manndráp
innan einnar og sömu fjölskyldu: maka- og móðurmorð; svo ekki sé
minnst á það að áður en leikritið hefst hefur Agamemnon konungur
drepið dóttur sína og barnungir frændur hans hafa verið matreiddir á
laun ofan í pabba sinn af bróður hans, föður Agamemnons. Önnur verk í
þessum flokki eru flest ekki síður ofbeldisleg.
Almennt má segja að Sigurjón og Eyjólfur leitist við að lesa tragedí-'
urnar grísku bæði í ljósi ævisagna höfundanna, sem þó er lítið vitað um
með vissu, og sögu Aþenuborgar sem einskonar allegóríur um skammlífa