Skírnir - 01.04.1994, Síða 221
SKÍRNIR AÞENSKAR TRAGEDÍUR í ÍSLENSKUM (ÞJÓÐ?)BÚNINGI 215
stórveldistíð þessarar borgar og eru þá verkin jafnvel látin standa til
marks um framfarir í sögu mannsandans sjálfs. Eflaust eru þeir hér undir
beinum eða óbeinum áhrifum frá andríkri sagnfræði þýskra heimspek-
inga nítjándu aldar. En með þessu móti dregur óhjákvæmilega úr mikil-
vægi leikritanna sem slíkra og í raun rísa þau ekki undir fargi þessarar
háreistu yfirbyggingar; það er alltaf hægt að finna línur hér og þar í
grískum tragedíum sem og öðrum skáldverkum sem slitnar úr samhengi
gætu virst renna stoðum undir hinn eða þennan loftkastalann.
En í þessum efnum er það Sigurður A. Magnússon sem brunar fram
á ritvöllinn og færir sterk rök - ad absurdum, þótt óviljandi sé - fyrir
nauðsyn þess að sýna hófsemi í túlkun. I grein sinni „Jobsbók og Pró-
meþeifur" (Skírnir, haust 1993, bls. 460-75) vill hann bera saman „lífs-
viðhorf“ Grikkja og Gyðinga með því að skoða hetjurnar í tveimur
stuttum bókmenntaverkum, grísku tragedíunni Prómeþeifi - sem reynd-
ar er ekki lengur talin eftir Æskýlos heldur óþekktan höfund - og Jobs-
bók Biblíunnar. Maður hnýtur fyrst um það hversu ódæmigerð rit þessi
eru hvort í sínum flokki. Það hefði verið nógu vafasamt að láta þau
standa sem dæmi um þá tegund rita sem þau vissulega tilheyra, en eru
ekki dæmigerð fyrir. En Sigurður gerir gott betur og ætlar þeim að vera
fulltrúar fyrir „tvær meginuppsprettur vestrænnar menningar". Ofan á
þetta bætist svo að hetjurnar tvær eru ekki sambærilegar. Prómeþeifur er
ævafornt og ódrepandi goð (hann skákar jafnvel Seifi sjálfum með
ófreskigáfum sínum) en Job er bara dauðlegur maður. Það skýtur því
skökku við er Sigurður notar þessar bókmenntapeisónur til þess að
varpa ljósi á mismunandi „lífsviðhorf“ meðal tveggja fornra þjóðflokka
til stöðu „mannsins" gagnvart guði og trúarbrögðunum. En aðeins önn-
ur þessara persóna getur með nokkrum sanni talist maður! Það mætti
hugsanlega bera saman Prómeþeif og Satan sem dæmi um tvo uppreisn-
arseggi í goðasögum, en vissulega ekki Prómeþeif og Job því þeir tveir
eru á allt öðrum forsendum hvor í sinni bóklegu tilveru.
Þessi ranga málsmeðferð kemur þó ekki til af engu, heldur virðist
Sigurð hafa skort virðulegar átyllur til þess að koma á framfæri rassvasa-
sagnfræði sinni um sekt Gyðinga. Og nú, lesandi góður, meðtak þau hin
miklu vísindi!
Séu línur dregnar frammávið, liggur nærri að álykta að gyðingleg
hefð hóphyggju, guðsótta og auðsveipni við alvaldið hafi lifað góðu
lífi í rómverskaþólsku kirkjunni með margbrotnu stigveldi hennar,
óskeikulleik, hlýðniskröfum, bannfæringum, bókabrennum og
nornaveiðum. Arftaki þeirrar hefðar á þessari öld voru náttúrlega
kommúnismi, fasismi og nasismi. Er útaf fyrir sig hnýsilegt hversu
gildan þátt Gyðingar áttu í rússnesku byltingunni (sem át öll sín
börn áður yfir lauk), og hinsvegar kaldhæðnislegt að mestu ofsækj-
endur Gyðinga í aldanna rás skyldu vera hugmyndalegir erfingjar