Skírnir - 01.04.1994, Page 223
SKÍRNIR AÞENSKAR TRAGEDlUR í ÍSLENSKUM (ÞJÓÐP)BÚNINGI 217
og ríki þeirra var hið fyrsta af fimm sannkölluðum þrælaþjóðfélögum
sögunnar (hin fjögur voru Rómaríki, Bandaríkin, Karabísku eyjarnar og
Brasilía) þótt þrælahald hafi tíðkast í einhverjum mæli í flestum þjóðfé-
lögum eins langt aftur og sögur herma (sjá bók breska lávarðarins Moses
I. Finley, Ancient Slavery and Modern Ideology, New York 1980). Hér
er því komin ein vestræn samfélagsstofnun í viðbót sem Forngrikkir
þróuðu og kenndu síðan öðrum að nota þótt yfirleitt finni maður ekki
þrælaþjóðfélagið á listanum yfir menningarafrek þeirra. Flest af því fjöl-
marga fólki (um þriðjungur íbúa) sem Aþenumenn höfðu hneppt í þræl-
dóm var upprunalega af öðru þjóðerni en grísku og þessi stéttaskipting
eftir þjóðerni leiddi svo til þess að röksemdir voru smíðaðar til réttlæt-
ingar almennra fordóma þess efnis að útlendingar væru óæðra fólk; því
var jafnvel haldið fram að þeir væru þrælar af náttúrunnar hendi.
Edith Hali sýnir í bók sinni hvernig tragedíuskáldin bjuggu til nýja
„orðræðu um barbarisma" sem síðan varð gildur þáttur í flóknum
heimasmíðuðum kreddum Grikkja um siðferði, sálarfræði og stjórnmál
fólks af öðru þjóðerni. En vegna þess hve sjónarspil Aþeninga og aðrar
bókmenntir grískar voru í hávegum hafðar meðal Rómverja í fornöld, en
á síðari tímum meðal hinna nýju þjóðríkja Evrópu og í Nýja heiminum,
áttu þessar kreddur einnig eftir að hafa langvarandi áhrif á vestræn við-
horf til annarra menningarheima og þá ekki síst til Austurlanda.
Af þeim þrjú hundruð tragedíum frá fimmtu öld sem eitthvað er vit-
að um (ýmist hafa varðveist heilir textar, brot, titlar eða papýrus-slitur)
virðist helmingurinn hafa haft ýmist barbara meðal persóna eða leikur-
inn átt að gerast í öðru landi en Grikklandi, nema hvort tveggja væri; svo
mikið er víst að í nánast öllum varðveittu stykkjunum er vísað til óæðri
siða og skapgerðarbresta útlendinga. Sjónleiki sína höfðu Aþenumenn
smíðað úr efniviði dórískra kórljóða, æjólísks einsöngs, jambískra og
trókaískra kvæða svo og anapæsta úr hergöngulögum; allt söngva- og
kvæðahefðir sem þeir tóku að láni frá öðrum grískum samfélögum en
skeyttu svo saman í látbragðsleikjum þar sem flytjendur dönsuðu í bún-
ingum goða og hetja með grímu fyrir andlitinu, kveðandi og sönglandi
við undirleik hljóðfæra. Árátta Aþeninga hvað varðaði fullkomna and-
stæðu þeirra sjálfra og allra útlendinga hafði svo auðvitað gagnger áhrif á
meðferð hetju- og goðasagnanna í leikverkunum, sem nú fengu það hlut-
verk að réttlæta og útskýra samtímann í ljósi fortíðarinnar sem þeir
töldu eins og aðrar fornþjóðir að varðveist hefði í sögum af þessu tagi.
Hin bókin sem ég vildi vekja athygli á er eftir David Castriota og
nefnist Myth, Ethos and Actuality: Official Art in Fifth-Century B.C.
Athens (Madison, Wisconsin 1992). Hún fjallar um sama efni og fyrri
bókin en beinir sjónum sínum einkum að aþenskri myndlist og opinber-
um mannvirkjum. Castriota hefur rannsakað myndskreytingar aþenskra
bygginga frá öðrum og þriðja aldarfjórðungi fimmtu aldar fyrir okkar
tímatal, eða skömmu eftir Persastríðin. Þar hefur hann sömuleiðis fundið