Skírnir - 01.04.1994, Page 227
SKÍRNIR
LIFANDIRÓMUR
221
Magnús Ásgeirsson; bækur Jóhanns Hjálmarssonar: Af greinum trjánna
(1960), Hillingar á ströndinni (1971), Þrep á sjóndeildarhring (1976) og I
skolti Levíatans (1988); ennfremur í Erlendum Ijóðumfrá liðnum tímum
(1982) eftir Helga Hálfdanarson. Þá hafa þýðingar birst ásamt frumort-
um ljóðum í ljóðabókum skálda; auk þess stakar ljóðaþýðingar í blöðum
og tímaritum eftir ýmsa höfunda.
Árið 1990 kemur svo út þýðing Þorgeirs Þorgeirsonar á bókinni
Romancero gitano eftir Federico García Lorca. Ári síðar gefur Jón Hall-
ur Stefánsson út þýðingu sína á annarri bók Lorca, Poeta en Nueva
York. Árið 1992 birtist síðan bókin Hið eilífa þroskar djúpin sín, úrval af
ljóðum spænskra skálda á tuttugustu öld í þýðingu Guðbergs Bergsson-
ar ásamt bókmenntayfirliti, en áður hafði hann birt ágrip af bókmennta-
sögu Rómönsku Ameríku ásamt þýðingum á skáldskap þaðan í sérhefti
Tímarits Máls og menningar, 4. tbl. 1981. Þegar þessi grein er í smíðum
er von á bók með þýðingum ljóða eftir Octavio Paz sem Sigfús Bjart-
marsson og Jón Thoroddsen annast (Allra átta, Bjartur 1993).
Samkvæmt þessu lauslega yfirliti er óhætt að segja að menn séu orðn-
ir stórvirkari í seinni tíð við þýðingarstarfið; einnig að með þýðingunum
á ljóðabókum Lorca, Tataraþulum og Skáldi í New York, hafi verið
brotið blað í sögu íslenskra Ijóðaþýðinga úr spænsku því þar er um að
ræða heilar bækur eins höfundar.
Vandinn að þýða
Hér á eftir verður lítillega rætt um vanda þeirra sem þýða úr spænsku og
bent á nokkur dæmi til hliðsjónar í íslenskum þýðingum. Segja má að
hver þýðandi finni sína eigin leið til að þýða; allt frá því að byggja laus-
lega á frumtexta, jafnvel svo að mörkin verða óljós hvar þýðingu sleppir
og ný sköpun tekur við, og til þess að þýða hann sem nákvæmast. Enda
hefur ekki verið um fastmótaðar reglur að ræða sem hægt er að fylgja.
Undanfarið hefur þó mátt greina ákveðnar tilhneigingar í aðferðum
manna við þýðingar og jafnvel ágreining um þær; þ.e.a.s. hversu ná-
kvæmir þýðendur skuli vera í verki sínu eða hversu trúir frumtexta.
Auðvitað er aldrei hægt að þýða þannig að ekki verði einhver munur á
frumtexta og þýðingu. Hægt er að ganga of langt í nákvæmnisvinnu-
brögðum á kostnað skáldlegra eiginleika textans. Víki þýðandinn hins-
vegar um of frá frumtexta má saka hann um að týna niður öðrum mikil-
vægum þáttum. Þetta eru líklegast þær tvær meginleiðir sem þýðendur
þurfa jafnan að taka afstöðu til, og fer þá oft svo að veldur hver á heldur
því hér ræður ekki síst persónulegur smekkur og stíll. Ég tel þó ekki
nauðsynlegt að menn geri það upp við sig alfarið hvorri aðferðinni þeir
fylgi heldur tileinki sér þær eftir þörfum, enda verður þýðandinn ekki
síður en skáldið að taka sér frelsi til að nýta það sem honum kann að
vera til hjálpar við það sköpunarstarf sem þýðingar eru.