Skírnir - 01.04.1994, Page 229
SKlRNIR
LIFANDIRÓMUR
223
En þó að þýðingar séu mikilvægar fyrir bókmenntir eru hætturnar
að sama skapi margvíslegar og nánast sama hvaða leið er valin, ævinlega
fer eitthvað forgörðum, missir hljóm eða rétta hugsun. Sennilega getur
ekki smámunasamari eða „nánasarlegri" iðju en þýðingarstarf - að auki
eru þýðendur dæmdir til einskonar geðklofa; þeir verða að fylgja hugsun
og tilfinningu orðanna í frumtexta en vera um leið trúir eigin skynjun og
málkennd. Hin besta lausn er ekki ætíð í sjónmáli, sama hversu langt og
lengi skimað er. Hægt er að ganga svo langt að fullyrða í einu orðinu að
þýðingar séu vonlaus verknaður en í hinu að þær séu bráðnauðsynlegar.
I grein sinni um Vögguþulu, þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar eftir ljóði
Lorca, segir Jón Hallur Stefánsson:
„Vögguþula" Magnúsar Ásgeirssonar er innblásin þýðing, með kost-
um og göllum innblásinna þýðinga. Gallarnir felast í því að þýðand-
inn heldur sig svo rækilega innan veggja íslenskrar ljóðahefðar að er-
lenda skáldið á ekki nema yfirborðslegan þátt í ljóðinu, sem við hann
er kennt. Kostirnir koma fram í mögnuðum texta sem er örugglega
mikilvægari fyrir íslenskar bókmenntir en frumorta ljóðið er fyrir
þær spænsku.3
Með þessum orðum kemur e.t.v. skýrast í ljós þversagnarkennt eðli
þýðinga; að sú þýðing sem ávallt hefur verið nefnd „snilldarleg“ skuli
talin „gölluð“ þegar rýnt er í hana með nákvæmum textasamanburði.
Við lestur greinarinnar vaknar hinsvegar spurning um tilgang þess að
negla niður beinharðan skilning á ljóði Lorca, og raunar öllum ljóðum.
Freistandi er að halda því fram að þýðingar verði fyrst og fremst til
af persónulegu sambandi þýðandans við frumtextann, breytilegu í hverju
einstöku tilfelli. I öðru lagi séu þær háðar skynjun og tilfinningu þess
málsamfélags sem tekur við þeim og fellir úrslitadóm um gildi þeirra. Þar
koma til og hafa áhrif hlutir eins og tíska og tíðarandi. Þannig eru gerðar
aðrar kröfur til þýðinga í dag en fyrir fimmtíu árum sem skýrir e.t.v. þá
þörf að endurskoða texta Magnúsar Ásgeirssonar núna.
Þýðing og túlkun
Þegar á allt er litið er ljóðaþýðendum ætíð mikill vandi á höndum, jafn-
vel meiri en við yrkingar. Þar njóta menn frelsis sem ekki gefst þegar
3 Tón Hallur Stefánsson: „Hesturinn og vatnið". Tímarit Máls oe menningar, 2.
tbl. 1993, bls. 48.