Skírnir - 01.04.1994, Side 230
224
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
verið er að glíma við að færa hugsun og tilfinningar einhvers annars í
orð. Ymislegt kemur til, svo sem ólíkt eðli viðkomandi tungumála og
ólíkt eðli skálds og þýðanda sem oft birtist á skýran hátt. Þann mun má
sannreyna þegar um er að ræða heilar bækur sama höfundar, líkt og ger-
ist með þýðingar þeirra Þorgeirs Þorgeirsonar og Jóns Halls Stefánsson-
ar á ljóðum Lorca. Raunar er þar um að ræða mjög ólík verk frá hendi
höfundar, en segja má að sá munur aukist í þýðingum tveggja manna. Að
sjálfsögðu er ekkert við því að segja og ofureðlilegt að þýðendur setji
mark sitt á verkið. En það kann að vefjast fyrir lesendum að vita hvor
þýðingin komist nær frumtextanum. Satt best að segja virðist mönnum
torvelt að ná andblænum í ljóðum Lorca; af allri hans merku skáldakyn-
slóð smýgur hann liðlegast undan tökum þýðenda. Þess vegna þýða
menn hann svo áberandi ólíkt; það skapar hver sinn Lorca. Sérkennum
hans er erfitt að lýsa, þar kallar allt á andstæðu sína: draumkennt og jarð-
bundið, spegilslétt og úfið, fínlegt og þó fastofið. Þar er allt dulið og þó
augsýnilegt.
Við samanburð þeirra tveggja bóka eftir Lorca sem til eru á íslensku
virðist Þorgeir „íslenska" þýðingu sína meira en Jón Hallur, á þann veg
að hann fylgir íslenskri ljóðahefð, enda er hann bundinn af hætti
rómönsunnar sem er gamall bragarháttur í spænsku en hefur jafnan verið
endurvakinn, líka á tuttugustu öldinni. Málfar Þorgeirs er vandað og oft
hljómmikið, en einnig upphafið og það fjarlægir lesandann frá einfald-
leika frummálsins. Fyrir kemur að hann fyrni málið en þess verður ekki
vart hjá Lorca.
Með reyrsins unga yfirbragði
axlabreiður, mittisgrannur,
hörputónn úr heitu silfri
hraðar för um næturstíg,
myrkur á hörund, munnsvipsdapur
meður stóru augun sín.
(Gabríelsmessa)
Un bello nino de junco,
anchos hombros, fino talle,
piel de nocturna manzana,
boca triste y ojos grandes,
nervio de plata caliente,
ronda la desierta calle.
(San Gabriel)
I hinni áhrifamiklu Þulu um sorgina svörtu (Romance de la pena
negra) er greinanlegur munur á áherslu höfundar og þýðanda á þeirri
meinsemd sem hrjáir Soledad. Eins og svo oft í ljóðum Lorca er engin