Skírnir - 01.04.1994, Page 231
SKlRNIR
LIFANDI RÓMUR
225
grein gerð fyrir orsök hennar þótt hún sé yfir og allt um kring í ljóðinu,
en skáldið hefur skýrt það á eftirfarandi hátt:
Angursemi Soledad býr í sjálfum rótum hins andalúsíska samfélags.
Hún er ekki sama og þjáning því maður getur hlegið þótt hann sé
angraður og hún er ekki heldur blind kvöl því hún kallar ekki fram
kveinstafi; hún er angist sem beinist ekki að neinu tilteknu, áköf ást-
arþrá eftir engu sérstöku, með þeirri vissu að dauðinn (sem er stöð-
ugt umhugsunarefni í Andalúsíu) bíði bak við dyrnar.4
Erfitt gæti reynst fyrir íslenskan þýðanda að koma þessari sérandalús-
ísku tilfinningu til skila. Þorgeir grípur til þess ráðs að styrkja angur
konunnar með kraftmeiri orðum á íslensku sem gerir kvæðið tilfinninga-
þrungnara og ýtir undir þá skynjun lesandans að hún hafi orðið fyrir
mikilli sorg. I spænska textanum er alltaf notað sama orðið, þ.e. „pena“,
en Þorgeir breytir til og talar um harm, sorg, söknuð og þjáningu.
- Soledad, þín sorg er mikil,
sár þinn aumkanlegi harmur,
tár þín beiskur sítrónsafi,
og súr í munni vonarkeimur.
iSoledad, qué pena tienes!
iQué pena tan lastimosa!
Lloras zumo de limón
agrio de espera y de boca.
Síðar í kvæðinu er tilfinningin yfirfærð á gervallan kynþátt sígauna en
ekki Soledad eina. Henni er sem fyrr sterkar lýst hjá Þorgeiri og af meiri
þunga; þjáningin er í útleggingu hans bæði „taumlaus" og „trylt“ en hjá
Lorca er hún hljóðlátari og fremur angurvær. Ljóð hans er yfirborðsstillt
en ólgar undir niðri. Stöku sinnum brýst skáldið þó undan eigin taum-
haldi og hrópar upp yfir sig: „iOh, pena de los gitanos!"
Ó, taumlaus þjáning sígaunanna!
Trylt og hrein og yfirgefin.
Þjáning huldra þungra strauma
og þúsund annarlegra morgna.
4 Federico García Lorca: Poema del cante jondo / Romancero gitano. Útgáfu
önnuðust Allen Josephs og Juan Caballero. Cádedra 1981, bls. 248.