Skírnir - 01.04.1994, Page 235
SKÍRNIR
LIFANDI RÓMUR
229
og sálarómur. Þótt hann hafi verið kenndur við módernismann eru
ljóð hans einföld og látlaus, loftkennd, í ætt við „rómönsur án orða“
sem frönsku symbólistarnir ortu og Verlaine, þegar hann segir: „De
la musique avant toute chose / ... plus vague et plus souble dans l’air,
/ sans rien en lui que pese“ - „Fyrst og fremst tónlist / ... sem er óljós
og létt, laus við allt sem þyngir á henni“. Hjá spænska skáldinu er
loftkenndi léttleikinn málaður andi, dreginn með ljóðlínum andalús-
ísks alþýðukveðskapar og söngva, því hann leitaði að einfaldleika
tungunnar...5
Áðurnefnt ljóð eftir Jiménez fellur ágætlega að þessari lýsingu á
verklagi skáldsins. Það er í senn einfalt og sterkt, með sínum skörpu and-
stæðum, og Guðbergur kemur því sem býr á bak við orðin fallega til
skila.
ÞÚ LJÓSIÐ
Lóðrétt birta,
þú, ljósið;
tigna ljós, þú
gullna birta,
tindrandi ljós,
þú, ljósið.
En ég er svarti, blindi, dumbi og lárétti skugginn.
LUZ TÚ
Luz vertical,
luz tú;
alta luz tú,
luz oro;
luz vibrante,
luz tú.
Y yo la negra, ciega, sorda, muda sombra horizontal.
5 Hið eilífa þroskar djúpin sín, bls. 29.