Skírnir - 01.04.1994, Page 236
230
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
í spænska textanum er alltaf notað sama orðið yfir ljós: „luz“, en
Guðbergur bregður líka fyrir sig orðinu „birta“ sem gefur ljóðinu auk-
inn svip eða tilbreytni. Annað skáld hefur einnig þýtt þetta sama ljóð
eftir Juan Ramón Jiménez. Það er Jóhann Hjálmarsson og birtist þýðing
hans í bókinni Hillingar á ströndinni, en Jóhann hefur verið mikilvirkur
ljóðaþýðandi. Hann heldur sig nær frumtextanum að því leyti að hann
notar alltaf orðið „birta“, en annars eru þessar þýðingar nokkuð sam-
bærilegar. Þó er merkingarbær munur á orðunum „tindrandi" og „skjálf-
andi“ fyrir spænska orðið „vibrante“. Þýðing Jóhanns er á þessa leið:
ÞÚ BIRTA
Lóðrétta birta,
þú birta;
gullna birta, þú
háa birta;
skjálfandi birta,
þú birta.
Og ég svarti, blindi, daufdumbi, lárétti skugginn.
Olíkar útleggingar á sama Ijóði
Það getur verið gaman að lesa mismunandi þýðingar á sama ljóði og
skoða ólíkar aðferðir eða nálgun þýðenda. I því sambandi er freistandi
að hugleiða það sem stundum heyrist að þýðingar beri oft meiri keim af
þýðandanum en höfundinum, sem væri raunar ekki svo kynlegt. Eg ætla
ekki að halda neinu fram um það en sýna til gamans dæmi um nokkra
þýðendur sem allir spreyta sig á að þýða sama ljóðið. Munurinn á þýð-
ingunum er mismikill en samt nokkuð afgerandi. Þetta er ljóðið Masa,
eftir skáldið César Vallejo frá Perú; magnað ljóð sem lýsir harmi Vallejos
yfir örlögum þeirra sem féllu í borgarastríðinu á Spáni, en einnig ofur-
mætti mannkærleikans. Allir þýðendur fylgja upprunalegu formi ljóðs-
ins nema Guðbergur Bergsson sem kýs að þýða það háttbundnar. Að
öðru leyti munar mest um orðalag og tilfinningu. Hér birtist.fyrsti hluti
þess á spænsku, og síðan í meðförum þýðenda.
A1 fin de la batalla,
y muerto el combatiente, vino hacia él un hombre
y le dijo: „iNo mueras; te amo tánto!“
Pero el cadáver iay! siguió muriendo.