Skírnir - 01.04.1994, Page 241
SKÍRNIR
STEINNINN OG STRÍÐSTERTAN
235
Islensk-þýsk orðabók Björns Ellertssonar
Árið 1977 kom út í Reykjavík fjölrituð Islenzk-þýzk orðabók eftir
Björn Ellertsson. Björn kenndi þá þýsku við Verzlunarskóla Islands og
þýskudeild Háskóla íslands og varð í starfi sínu var við þann tilfinnan-
lega skort sem var á hjálpargögnum við þýskukennsluna. í tilraunaskyni
sló hann því inn á gataspjöld um 18000 íslensk orð og þýska þýðingu
þeirra, prentaði út og lét síðan fjölrita í 300 eintökum sem dreift var á
hans kostnað. Þetta fjölrit sem var tölvuunnið á allan hátt er undanfari
þeirrar orðabókar sem nú verður fjallað um.
í Islensk-þýskri orðabók eftir Björn Ellertsson sem Iðunn gaf út
haustið 1993 eru um 30000 uppflettiorð sem raðað er í stafrófsröð.
Grunnurinn er áðurnefnt fjölrit, en við hann hefur verið bætt miklum
fjölda uppflettiorða, notkunardæmum, orðatiltækjum og málfræðiupp-
lýsingum.
Almennar málfræðiupplýsingar
I inngangi bókarinnar sem bæði er á íslensku og þýsku er gerð grein fyr-
ir uppbyggingu og framsetningu efnis í bókinni. Þá fylgir yfirlit yfir
beygingu íslenskra nafnorða og eru gefin dæmi um beygingu þeirra: eitt
hvorugkynsorð er nefnt, fjögur kvenkynsorð og fimm í karlkyni. Með
þessu yfirliti er gerð grein fyrir helstu beygingum nafnorða í íslensku og
er þetta mikill stuðningur við þýskumælandi notendur. Sambærilegt yf-
irlit eru um beygingu þýskra nafnorða. Að vísu er hér einungis um stutt
yfirlit að ræða: fjögur kvenkynsorð, þrjú karlkynsorð og þrjú hvorug-
kynsorð eru sýnd sem dæmi um flokka þýskra nafnorða. I þetta yfirlit
vantar dæmi um nafnorð sem beygjast eins og lýsingarorð. Sem dæmi
um slík orð má nefna: ein Verwandter ‘ættingi’ nf. et. kk. óákv., der
Verwandte nf. et. kk. ákv., Verwandte nf. ft. óákv. og die Verwandten
nf. ft. ákv.
I inngangi er að vísu tekið fram að nafnorð sem fylgja lýsingarorðs-
beygingu séu sýnd í kk. et. nf. sterkri beygingu og að flest slík orð séu
einnig til í kvenkyni. Það hefði aukið notkunargildi bókarinnar ef fjallað
hefði verið sérstaklega um nafnorð með lýsingarorðsbeygingu eins og
hefð er fyrir í þýskum orðabókum.
I inngangi gerir höfundur jafnframt grein fyrir beygingu reglulegra
veikra sagna í íslensku. Yfirlitstafla sýnir flokka sterkra sagna og svo-
nefndra ja-sagna í íslensku svo og óreglulegra sagna sem breyta um
stofnsérhljóð. Á eftir henni fylgir listi yfir beygingu allra óreglulegra og
sterkra sagna í íslensku. Sagnirnar í þeim lista eru sýndar í nh., l.p.et.nt.,
l.p.ft.nt., 1 .p.et.þt., 1 .p.ft.þt., l.p.vh.þt. og lh.þt.