Skírnir - 01.04.1994, Page 243
SKÍRNIR
STEINNINN OG STRÍÐSTERTAN
237
fallsendingu og nefnifall fleirtölu íslenska uppflettiorðsins og sambæri-
legar málfræðiupplýsingar eru um þýska þýðingu þess. Dæmi: borð hk. -
s,-: ‘Tisch kk. -(e)s, -e.’ Verði hljóðbreyting í eignarfalli eintölu íslenska
orðsins er það sýnt. Dæmi: köttur kk. kattar, kettir. Hljóðbreytinga ís-
lenskra nafnorða í þágufalli eintölu og nefnifalli fleirtölu er getið þannig
að þessar myndir nafnorðsins eru gefnar sem uppflettiorð með tilvísun
til orðsins í nefnifalli eintölu. Dæmi: ketti, kettir —» köttur. Þessar tilvís-
anir koma þýskum notendum bókarinnar að miklum notum.
I tilvikum þar sem tvenns konar fleirtölumyndun þýskra orða er
möguleg eru báðar fleirtölumyndirnar gefnar upp og greint frá merking-
armun. Dæmi: orð hk. -s, -: ‘Wort hk. -(e)s, -e eða "-er’ [...] einstök orð:
‘Wort hk -(e)s, “-er’. Slíkar upplýsingar eru mjög mikilvægar.
Þýska eignarfallsendingin -(e)s í eintölu í hvorugkyni og karlkyni er
miðuð við Duden Rechtschreibung 19. útgáfu.11 Sviginn táknar að oftast
er -e sleppt í talmáli en í háþýsku ritmáli er notuð endingin -es.
Með sögnum eru upplýsingar um beygingu og fallstjórn sagna. Gefin
er upp þátíðarending reglulegra veikra sagna í íslensku. Dæmi: sefa e-ð
so. -aði. Hjá íslenskum sterkum sögnum sem fylgja hljóðskiptaröðum er
tekið fram númer viðkomandi hljóðskiptaraðar sem finna má í inngangi
bókarinnar dæmi: valda e-u so. 7.
Hjá þýskum sögnum eru tekið fram ef um er að ræða óreglulega
sögn og hvaða hjálparsögn hún tekur með sér. Dæmi: mistakast:
‘mifilingen’ ór.so.s. Ef frumlag sagna er ekki nefnifall er tekið fram í
hvaða falli frumlagið er, dæmi: sundla +A so.-aði: ‘schwindeln+D so’.
Taki sögn með sér forsetningarlið er þess getið. Dæmi: hlakka til e-s:
‘sich freuen auf/A’.
Andlög þýskra sagna eru sýnd með A (þolfallsandlag), D (þágu-
fallsandlag) og G (eignarfallsandlag), dæmi: ‘mitteilen D A’. Valfrjáls
andlög eru gefin upp í sviga: (A), (D) og (G).
Sagnmyndir sem hljóðbreytast eru gefnar sem uppflettiorð með til-
vísun til nafnháttarmyndar sagnarinnar. Dæmi: veit —> vita.
I Islensk-þýskri orðabók er ekki gerður greinarmunur á þýskum
sögnum með lausu og föstu forskeyti. Þýða so. getur þýtt ‘ubersetzen’
(einen Text aus dem Islándischen ins Deutsche úbersetzen = þýða texta
úr íslensku á þýsku) og ferja so. er á þýsku ‘úbersetzen’ (er hat uns ans
andere Ufer úbergesetzt = hann ferjaði okkur yfir að hinum (ár)bakkan-
um). I Islensk-þýskri orðabók er í báðum tilvikum gefið upp ‘úbersetzen
A so’. Hjíþýða er að vísu nokkru seinna gefið notkunardæmið lauslega
þýtt: ‘frei úbersetzt’. Fyrri sögnin er sögn með föstu forskeyti en hin síð-
ari með lausu forskeyti, þar af leiðandi er beyging þeirra mismunandi.
11 Duden Rechtschreibung der deutschen Sprache und der Fremdwörter. 19.
Ausgabe. Mannheim 1986.