Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 244
238
ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
SKÍRNIR
Þýða so. ‘iibersetzen’ er í þátíð iibersetzte og í núliðinni tíð hat iib'er-
setzt, ferja so. ‘iibersetzen’ er í þátíð setzte iiber og í núliðinni tíð hat
iibergesetzt.
Sögnin nauðlenda er þýdd með ‘notlanden so.s, notwassern’.
Notlanden er í nútíð notlanden, þ.e.a.s. forskeytið er fast. Dæmi: Der
Pilot notlandet auf dem Feld = flugmaðurinn nauðlendir á akrinum. I
núliðinni tíð er beygingarmyndin notgelandet. Dæmi: Der Jumbojet ist
in Sidney notgelandet = breiðþotan nauðlenti í Sidney. Hér er dæmi um
það að forskeyti getur verið bæði fast og laust. Við þessa sögn hefði ver-
ið sjálfsagt að hafa beygingardæmi.
I formála bókarinnar hefði höfundur mátt hvetja notendur til þess að
afla sér upplýsinga um það hvort um sögn með lausu eða föstu forskeyti
væri að ræða þar sem þær upplýsingar koma ekki fram hjá einstaka sögn-
um sem gefnar eru sem þýðingar á íslensku uppflettiorðunum.
Af framangreindu er ljóst að mjög ítarlegar málfræðiupplýsingar eru
gefnar um nafnorð og sagnir. Sé uppflettiorðið forsetning fylgja upplýs-
ingar um fallstjórn og mögulegar þýðingar á þýsku sem geta verið marg-
ar. Dæmi: í fs.þf. ‘in fs., in...hinein fs.þf., nach fs.þgf., zu fs.þgf., wáhrend
fs. ef.’.
Hjá öðrum orðflokkum en þeim sem hér hefur verið fjallað um eru
notkunardæmi sem sýna algengar merkingar svo og orðatiltæki þar sem
uppflettiorðið kemur fyrir.
Um einstök orð
Þegar Islensk-þýsk orðabók er borin saman við aðrar íslensk-þýskar
orðabækur kemur í ljós að uppflettiorð og notkunardæmi, þ.e.a.s. sam-
setningar sem orðið kemur fyrir í, orðatiltæki og orðtök sem bókin hef-
ur að geyma, eru mun fleiri en tíðkast hefur hingað til. Sem dæmi má
nefna að undir vegur no. eru nefnd 25 dæmi um notkun. Notkunardæmi
sem ekki hafa komið fyrir í fyrri orðabókum eru: koma í veg fyrir í
merkingunni „durchkreuzen“12, fœra allt á betri veg, virða e-ð á betri
veg, fara villur vegar, spyrja til vegar, varna e-m vegarins, víkja úr vegi,
ryðja e-u burt úr vegi, hins vegar, víðs vegar, einhvern veginn, enginn
vegur er tilþess, vegurinn erþyrnum stráður. Með fornafninu hann gef-
ur Sveinn Bergsveinsson upp 3 notkunardæmi. I Islensk-þýskri orðabók
eru þau 15, þar á meðal: ég komst í hann krappan, hann hvessir, hann er
rigningarlegur, hann er farinn að þykkna upp, ég hef séð hann svartari.
Með uppflettiorðinu að sem ao., st., fs. og nhm. eru gefin 27 notkunar-
12 Hjá Sveini Bergsveinssyni er koma í veg fyrir einungis í merkingunni ‘ver-
hindern, einer Sache vorbeugen’. Sjá Sveinn Bergsveinsson: Isldndisch-
Deutsches 'Wörterbuch. Islenzk-þýzk orðabók. Undir vegur.