Skírnir - 01.04.1994, Side 251
SKÍRNIR MERKISRIT UM SÖGUR AF RAGNARI LOÐBRÓK
245
Áslaugu og Randalín, Áslaugu og Krákusögninni o.fl. (bls. 149-248).
Bygging bókarinnar er með þeim hætti, að hún leiðir frá líklegum sögu-
legum sannindum til söguritunar og sagnaþróunar.
Heimildir um Ragnar loðbrók og syni hans eru misgamlar, svo að
jafnvel öldum skiptir. Þær eru ærið sundurleitar að efni og formi og
heimkynnin mörg. Um er að ræða íslenskar, norskar, orkneyskar og fær-
eyskar heimildir, en auk þeirra latneskar heimildir af ýmsum toga,
danskar, enskar, írskar, franskar og þýskar. Af þeim eru frásagnir Saxa
auðugastar. Aðrar heimildir á latínu eru að mestu leyti stuttorðir annálar
og króníkur, sem leiða ritskýrandann auðveldlega á villigötur, nema
hann gái að sér , eins og fyrri rannsóknir bera oft vitni um.
Eigi þarf að fara í grafgötur um, hversu miklum vandkvæðum er
bundið að draga markalínu milli sanninda, sagnamyndunar og hreins
skáldskapar af Ragnari loðbrók og sonum hans. Hvar sleppir hinum
sögulega Ragnari loðbrók og sonum hans og hvar tekur við hugarsmíð-
in? Fræðimenn eru ekki búnir þeim eiginleika að sjá gegnum holt og
hæðir eins og bregður fyrir í ævintýrum, og vill því sitt sýnast hverjum í
þessum mishæðótta frumskógi heimildanna.
Þegar fræðimenn taka sér fyrir hendur að varpa birtu á Ragnar loð-
brók í rökkurheimi sagnanna, þá verður niðurstaðan tíðast bundin við
að draga fram einna líklegustu úrlausnina. Ritskýrendur þurfa til þess að
ná tökum á viðfangsefni sínu að kunna góð skil á mörgum fræðigreinum,
vera glöggskyggnir á gildi heimilda, nákvæmir í vinnubrögðum og síðast
en ekki síst hafa hvorttveggja góða dómgreind og frjótt hugarflug. Mc-
Turk er auðsæilega ríkulega búinn þessum kostum fræðimannsins.
Hann hefur kannað gaumgæfilega allar heimildir um Ragnar loð-
brók, merkar og ómerkar, borið þær saman, metið tilurð þeirra og gildi
og sett þær í líklegt samhengi sanninda og bókmenntalegrar þróunar.
Sumum kann að þykja, að hin mikla elja og vandvirkni, sem móta öll
vinnubrögð höfundar, leiði hann stöku sinnum til nokkurrar smásmygli
og jafnvel útúrdúra. Engum fróðleiksmola er kastað á glæ. En ritskýr-
andinn veit, hvert hann er að fara, því að hann markar slíka „útúrdúra"
með smáu letri.
I riti sínu (bls. 241) hefur McTurk dregið upp línur, sem sýna líkleg-
an skyldleika og þróun sagna af Ragnari loðbrók. Sú yfrið flókna grein-
ing frásagnanna sýnir þann vanda, sem við er að glíma og þá miklu kost-
gæfni, sem rannsóknirnar krefjast. Vísindalegur skerfur McTurks verður
enn gleggri, þegar niðurstöður hans eru bornar saman við hliðstæða
greiningu deVries (bls. 240), sem hefur líklega fjallað rækilegar um Ragn-
ar loðbrók og sögur af honum en nokkur annar fræðimaður.
Eins og heimildum er háttað, er mikill kostur að vera hugkvæmur í
leit að líklegum lausnum. I Ragnars sögu (1824 b) er auknefnið loðbrók
skýrt sem svo, að það lúti að þeim fatnaði, sem Ragnar bar, þegar hann
vó orm þann, er lukti um skemmu Þóru borgarhjartar, dóttur Herrauðs