Skírnir - 01.04.1994, Page 255
SKÍRNIR
TIL VARNAR KYNHVÖTINNI
249
tengir meðferð á konum sem kærðu feður eða stjúpfeður fyrir nauðgun á
17. öld við móttökur sem konur nú á dögum fá hjá lögreglu: „alla þessa
öld hefur verið næsta tilgangslítið fyrir konur að kæra nauðgun" (203).
Þetta fer samt út í öfgar þegar opinberri aflausn í kirkju er líkt við gyð-
ingaofsóknir nasista (76).
2
Eg myndi vilja freistast til að kalla umfjöllun Ingu Huldar röð einþátt-
unga, sem eru líkt og svipmyndir eða „vignettes“ sem tengjast viðfangs-
efninu sem heild. Inga Huld blandar á haganlegan hátt atvikum og sög-
um úr fortíðinni við eigin hugsun og hugmyndir. Margt er vel skrifað og
skemmtilega, og má sem dæmi nefna sögu Sólborgar Jónsdóttur sem bar
út barn í lok síðustu aldar (209). Umfjöllun um afbrot kvenna er vönduð
(212) og greining á gildi lausavísna og kveðskapar sem heimilda um til-
finningar og viðhorf mjög athyglisverð (215). Ótal svipmyndir saman-
komnar gefa dágóða heildarmynd, sem ég held að hefði verið erfitt að ná
með strangri og hefðbundinni uppbyggingu textans, líkri þeirri sem
sagnfræðingum er töm, þar sem eitt leiðir af öðru og ekkert fær að vera
með sem ekki þykir koma því málefni við sem verið er að ræða. í rit-
verkum sem skrifuð eru með fleiri lesendur í huga en fræðimenn eina
þarf ekki allt að koma fram sem vitað er um tiltekin málefni, heldur er
nóg að nefna eitt eða örfá góð dæmi sem segja það sem þarf að segja til
þess að miðla tilfinningu fyrir því sem var og gerðist. Upptalning ótal at-
riða um eitt og sama fyrirbærið er leiðinleg aflestrar, en algeng í greinum
og bókum um sögu samfélagslegra atriða. Reyndar kemur fyrir að Inga
Huld fellur fyrir slíkri hneigð til tæmanleika, til dæmis þegar hún færir
fram eitt málið af öðru um brottnám giftra kvenna á síðustu áratugum
17. aldar (128-31).1 Þetta er þó sjaldgæft og með hæfilegum hálfkæringi
um framreiðslureglur sagnfræðinga tekst Ingu Huld að gefa lesendum
sterka mynd af kynlífi Islendinga frá landnámi til loka síðustu aldar.
Urvinnsla hennar á greinum annarra fræðimanna er aðgengileg og
unnin af stakri samviskusemi. Sem dæmi má nefna endursögn á rann-
sóknum Jenny Jochens á ástalífi Noregskonunga á miðöldum (35-36) og
grein Jóns Helgasonar ritstjóra um flutning á óskilgetnu barni á milli
hreppa árið 1805 (157-59), að ógleymdu því sem höfundur þessara orða
hefur skrifað undanfarin ár. Inga Huld hefur góða yfirsýn yfir fyrri
rannsóknir og nær að nýta þær til fullnustu og koma þeim fyrir í sínum
þræði. Frásögn af tiltæku heimildaefni sem gefið hefur verið út á prenti,
1 Þó getur hún ekki skínandi úttektar Skúla Helgasonar á einu þessara mála, sjá
„Þuríður frá Þorlákshöfn." Saga Þorlákshafnar til loka áraskipaútgerðar III.
Reykjavík 1988, bls. 65-70.