Skírnir - 01.04.1994, Page 257
SKÍRNIR
TIL VARNAR KYNHVÖTINNI
251
3
Umræða Ingu Huldar er borin uppi af því heimspekilega viðhorfi að
vegur ástarinnar eigi að vera sem mestur í heiminum, svo eiginlegt eðli
mannskepnunnar almennt og íslendinga sérstaklega fái notið sín: „Ást-
hneigð Islendinga, þessi frumstæði kraftur sem varð að fá svölun hvar og
hvernig sem á stóð, átti að hafa verið óbrigðul tekjulind“ (82). Sömuleið-
is segir af ástinni sem margslungnu undri „sem ýmist hefur á valdi sínu
að skapa beiska kvöl eða botnlausa sælu. Þegar hún læsir sig eins og villi-
eldur um líkama eða sál streyma áður ókunnar orkulindir fram úr djúp-
um sálarinnar, dularöfl losna úr læðingi og einstaklingurinn skynjar hinn
sanna kjarna“ (30). Þetta sjónarhorn ástarinnar veldur því að litbrigði
fortíðarinnar halda sér illa. Allt verður annaðhvort svart eða hvítt.
Manneskjan sem slík er fögur, einkum konur, en yfirvöld ill og ráða-
menn vondir ef þeir freista þess að bregða fæti fyrir ástina. Einkum fá
forsprakkar siðaskiptanna á fyrri hluta 16. aldar fyrir ferðina, líkt og þeir
séu verstir allra illmenna í heimssögunni: „I ákafa sínum við að þoka
mannkyninu áfram dálítinn spöl á þróunarbrautinni stigu siðbótarmenn
nokkur skref aftur á bak á sviði mannúðar og miskunnsemi“ (88). Auð-
vitað er eðlilegt að harma illvirki og ódæði sem hafa verið framin í nafni
Guðs og góðra siða, en ástæðulaust að eyða of miklum tíma í að
hneykslast á einstaklingum sem stóðu fyrir því. Það gerir Inga Huld
nokkrum sinnum og fá þar slæma útreið biskuparnir Ólafur Hjaltason,
sem lenti í því að kona hans tók fram hjá, Gísli Jónsson, sem kvæntist
konu sem hafði átt barn með bróður sínum (63) og Guðbrandur Þor-
láksson, sem eignaðist barn utan hjónabands (70). Eggerti Hannessyni
lögmanni finnur Inga Huld það til ámælis að hann var í tygjum við ráðs-
konu sína, auk þess sem sonur hans flæktist í morðmál (81). Máttu þessir
karlar ekki gera það sem þeir gerðu? Eru stjórnvaldsaðgerðir þeirra og
hugmyndafræði ónýt af því þeir voru sjálfir breyskir? Vissulega er rétt
að benda á og kanna tvískinnung valdhafa, en fjölskrúðugt einkalíf á ekki
að ráða mati á því sem þeir börðust fyrir og komu í verk á opinberum
vettvangi. Sagnfræðingar eiga ekki að kveða upp dóma yfir sögupersón-
um sínum, hvorki hampa þeim alfarið, eins og til dæmis ævisagnaritarar
Árna Magnússonar og Jóns Sigurðssonar hafa gert, né troða þær niður í
svaðið, eins og lengi hefur verið gert við Pál Stígsson höfuðsmann og
verður gert eitthvað lengur ef marka má orð Ingu Huldar: „Því var hald-
ið leyndu að dauðdagi hans hefði getað verið virðulegri. Hann var ölvað-
ur að þvælast ríðandi kringum aðsetur sitt á Bessastöðum, hleypti hesti
sínum í hlandfor og drukknaði" (83). Sagnfræðingar hljóta að forðast
þær öfgar að sumir einstaklingar séu alveg góðir og aðrir alveg vondir,
og þá um leið að hinir síðarnefndu eigi ekkert gott skilið. Sérhver mann-
eskja er flókið dýr og má njóta sín sem slík.