Skírnir - 01.04.1994, Page 258
252
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
En kannski hugsar Inga Huld sér öfgarnar sem stílbragð og að áhrif-
in eigi að vera hin sömu og þegar hún fer geyst í stílþrifum. Á tveimur
stöðum, að minnsta kosti, er talað um að eitthvað hafi vakið skelfingu
(10 og 67), en skelfingu hverra? Á einum stað ætlar allt vitiaust að verða
(192), en á öðrum upphófst fjaðrafok (109). Hverjir áttu hlut að máli?
Það er allsendis óljóst og svona tilburðir í framsetningu gera lítið gagn.
Enn verri er tilhneiging Ingu Huldar til dramatískrar sviðssetningar á
einstökum og jafnvel ímynduðum atburðum: „Oft hafa þá klakaskorpin
og skeggjuð andlit ljómað af búralegu glotti, eins og sögumenn sæju fyrir
sér unaðsstundir í ilmandi heystakknum á heiðskírum sumardögum þar
sem karl og kona hlýddu kalli náttúrunnar og féllu í faðmlög við seið-
andi undirleik lóu og spóa“ (139). Eða þetta: „Blár himinn, grænt gras
sem bylgjast í golunni og öll gæska skaparans speglast í fegurð náttúr-
unnar, þegar snögglega dimmir fyrir augum vinnukonunnar Sigríðar
Vigfúsdóttur. Sterkar karlmannahendur hrinda henni niður í hylinn og
þung spýta heldur henni fastri undir yfirborði vatnsins" (174). Hrærir
þetta lesendur til umhugsunar og samúðar? Veitir þetta skýrari sýn á
fortíðina? Vekur þetta áhuga okkar á því að lesa annað og meira um
sagnfræðileg efni?
4
Auðvitað verður aldrei komist hjá misskilningi og villum þegar mikið er
umleikis og viðfangsefnið víðtækt. Fylgja hér fáein atriði sem mig langar
að leiðrétta, með tilvísun í ummæli Árna Magnússonar frá árinu 1725:
„Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang, og
aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo
hverir tveggja nokkuð að iðja.“< Á einum stað talar Inga Huld um Jóns-
bók frá 1281 og kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 sem val-
kosti: „Valt þá á ýmsu hvort Jónsbók eða kristinréttur Árna hafði yfir-
höndina" (41). Þetta stenst ekki, því á miðöldum höfðu kirkja og ríki
hvort sitt kerfið við siðferðiseftirlit og fólk var sótt til saka eftir báðum
ef það átti við. Kirkjan hirti sekt sem allir urðu að borga, en Jónsbók
skilgreindi rétt og ráðspjöll, það er að segja skaðabætur sem fjölskyldur
spjallaðra kvenna áttu heimtingu á. Þessi ruglingur veldur því að Inga
Huld efast um að Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Daði Halldórsson hafi
borgað konungi sekt fyrir barneignarbrot sitt, heldur hafi Brynjólfur
biskup ákvarðað sjálfum sér skaðabætur upp á eigin spýtur: „En biskup
fylgdi fornum hefðum og í anda Jónsbókar heimtaði hann fébætur sjálf-
um sér til handa fyrir spjöll á dóttur sinni. Slík afstaða hefði betur hæft
Sturlungum og öðrum hálfheiðnum jarðeigendum en sannlúterskum
4 Jón Helgason, Handritaspjall. Reykjavík 1958, bls. 112-13.