Skírnir - 01.04.1994, Side 259
SKÍRNIR
TIL VARNAR KYNHVÖTINNI
253
biskupi" (118). Hið rétta er að þau borguðu sinn hálfan dalinn hvort, en
fjölskylda Daða varð jafnframt að borga heil ósköp til að friða biskup.
Afellisdómur Ingu Huldar yfir honum er líka óþarfur að því leyti sem
það var enn óbreytt frá lokum 13. aldar að karlar sem spilltu gjaforði
stúlkna af góðum ættum yrðu að bæta fyrir það. Brynjólfur fór að lög-
um, en var ákafari en aðrir af þeirri einföldu ástæðu að hann var einn
auðugasti og ættmesti maður landsins. Fyrirkomulag Jónsbókar lognað-
ist reyndar út af nokkru síðar, bæði vegna þjóðfélagsbreytinga og fyrir
áhrif frá Norsku lögum Kristjáns fimmta frá 1687. Fram'á annan aldar-
fjórðung 18. aldar kom það þó fyrir að bændur kröfðust bóta fyrir horf-
inn heiður dætra sinna, til dæmis í Flatey á Breiðafirði sumarið 1722, er
Teiti Eyjólfssyni var gert að borga Ogmundi Bjarnasyni rétt og ráðspjöll
fyrir dóttur hans Sigríði.5
Einnig er rangt að biskupar í kaþólskri tíð hafi sleppt systkinum sem
eignuðust barn, en tekið harðar á fjórmenningum: „barneignir systkina
munu þeir fúslega hafa fyrirgefið og lokað augunum fyrir áreitni feðra
og stjúpa gagnvart dætrum og stjúpdætrum“ (47). Hér er ruglað saman
giftingarleyfum og barneignum, en leyfi til giftinga áttu að fást fyrir fjór-
menninga en aldrei nokkurn tíma fyrir systkini. Vægar sektir lágu við ef
fjórmenningar eignuðust barn utan hjónabands, en viðurlög voru mun
alvarlegri eí systkinum eða stjúpfeðginum varð slíkt á, þótt auðvitað
væri hægt að semja um framkvæmdina við biskup.6 Ekki er heldur rétt að
dauðarefsing fyrir blóðskömm sé afleiðing siðaskiptanna, því henni var
komið á víða í norðurhluta Evrópu þegar í byrjun 16. aldar (191).7 Jafn-
framt er mishermt að dauðarefsing fyrir blóðskömm hafi verið lögleidd í
Svíþjóð fyrir miðja 15. öld (62), því það var árið 1527 og meintu dauða-
refsingarákvæði frá 1439 var bætt við í handriti af tilskipun frá því ári á
síðari hluta 16. aldar.8 Þá stenst ekki að biskuparnir Ólafur Hjaltason og
Gísli Jónsson hafi í bréfi til konungs árið 1560 vísað til kristinréttar hins
norska erkibiskups Jóns rauða um forboðna liði (64), heldur notuðu þeir
kristinrétt Árna, sem vera bar. Að þeir nefndu bara móður, dóttur og
5 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Dalasýsla III-1. Bréfabók Orms Daðasonar sýslumanns
1717-1726, bls. 154-56. Greiðsla frillulífissektar Ragnheiðar og Daða er skráð
í ÞÍ. Rentukammer Y-8. Lénsreikningar 1660-1687. Sakeyrisreikningur 1661-
1662: Árnessýsla; en prentuð hjá Guðmundi Kamban, „Daði Halldórsson og
Ragnheiður Brynjólfsdóttir." Skírnir 103 (1929), bls. 66.
6 Már Jónsson, Blóðskömm, bls. 46-57; Einar Bjarnason, „Undanþágur frá
banni við hjónabandi fjórmenninga að frændsemi eða mægðum í kaþólskum
sið á íslandi." Saga VII (1969), bls. 140-59.
7 Már Jónsson, Blóðskömm, bls. 68.
8 Jan Eric Almquist, „Om 1439 s.k. straffordning." Svensk ]uristtidning 1960,
bls. 503-10; sami höfundur, „Straffet för incest i Sverige under reformations-
tiden.“ Svensk Juristtidning 1961, bls. 36.