Skírnir - 01.04.1994, Page 261
SKÍRNIR
TIL VARNAR KYNHVÖTINNI
255
5
Ekki ætla ég að hneykslast mikið á alltof þykkum og glansandi pappír,
en get þess að hann gerir bókina óþarflega þunga og klunnalega. I ofan-
álag eru margar blaðsíður auðar á milli kafla, sem ég tel vera tilgangs-
laust. Enn verra er að engir myndatextar fylgja myndum. Eiginlegra ljós-
mynda af stöðum, sem flestar eru mjög góðar, er getið aftast (320), en
ekki er aukatekið orð um alls kyns skreytingar úr gömlum bókum (78,
141, 275 og víðar) - sem auðvitað er ófyrirgefanlegt. Síðast en ekki síst er
frágangur tilvitnana og bókaskrár með frumstæðasta móti. I bókaskrá er
ekki getið útgáfustaðar bóka og ekki er haft fyrir því að láta blaðsíðutal
greina í tímaritum og afmælisritum fylgja. Einnig hefði verið rétt að
skáletra bókartitla og heiti tímarita, líkt og almennt tíðkast við fræðirita-
smíð. Tilvitnanir eru margar ófullkomnar og gjarna látið nægja að nefna
bók eða grein, án þess að setja blaðsíðutal. Auðvitað geta lesendur sem
hafa áhuga á frekari upplýsingum leitað og fundið, en venjan er að við-
hafa nokkra nákvæmni í þessum hlutum. Þar að auki vantar víða tilvísan-
ir, til dæmis þegar rætt er um leg líflátinna, lögréttu, sektir, Lúther og
hýðingar (80, 81, 87, 102 og 149). Og hvaðan er það komið að „sagn-
fræðingar" telji svonefnd skriftaboð Ólafar ríku ekki vera höfð eftir
henni (49-50)? Og hver segir að samtíðarmenn Guðbrands biskups hafi
borið honum á brýn „að hafa samið Stóradóm, en því neitaði hann
alltaf“ (70)? Óvandvirkni af þessum toga er óþörf og til lýta fyrir verkið,
sem á betra skilið. Þar að auki tefur hún fyrir þeim áhugasömu og áköfu
lesendum sem ég efast ekki um að eigi eftir að fylgja athugunum og hug-
myndum Ingu Huldar eftir með öflugum rannsóknum á því sem hún svo
hnyttilega kallar „öðruvísi Islandssögu"; það er eiginlegri sögu íslensku
þjóðarinnar og tilfinninga hennar.