Skírnir - 01.04.1994, Page 262
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
íslensk galdrabók
Matthías Viðar Sæmundsson
Galdrar á Islandi
Islensk galdrabók
Almenna bókafélagið 1992
GALDUR ER gamall með mannkyninu, svo gamall að hans hefur gjarnan
orðið vart í einhverri mynd þar sem spurnir hafa verið af mönnum.
Galdur er hluti af trúarbrögðum og þeim samslunginn með margvísleg-
um hætti. Eðlismunur er þó á galdri og trú. Galdramaðurinn leitast við
að ná valdi á yfirnáttúrlegum öflum sem hann telur að geti veitt sér lið í
vandmeðförnum viðfangsefnum lífsbaráttunnar og sveigja þau undir
sinn vilja, en trúmaðurinn reynir að haga lífi sínu í sem nánastri sam-
hljóðan við þau máttarvöld sem hann eða hún trúir á með því að lúta
vilja Guðs. Þessi einfalda skilgreining, svo langt sem hún nær, er nauð-
synleg til skilningsauka, þó að munurinn á galdri og trú liggi ekki ætíð
svo ljóst fyrir. I mörgum trúarbrögðum, einkum trúarbrögðum ein-
faldra, bóklausra samfélaga og fjölgyðistrúarbrögðum, er galdurinn oft
ekki fjarri þegar trúariðkun er viðhöfð. Við ber jafnvel í guðsdýrkun
bóklausra þjóða að trú og galdur verða hvort öðru svo samofin í einni
athöfn, að trúarbragðafræðingar hafa haldið því fram að á milli galdurs
og trúar verði ekki dregin mörk. Þrátt fyrir þetta er sá greinarmunur sem
unnt er að gera á trú og galdri ætíð til glöggvunar. I fræðilegri umræðu
ber því nauðsyn til að greina eftir föngum á milli trúar og galdurs hversu
óaðgreinanlegt sem þetta tvennt annars getur orðið við einstakar trúarat-
hafnir og í hugum manna á einstökum menningarsvæðum.
Eingyðistrúarbrögð gera snöggtum skarpari greinarmun á trú og
galdri en fjölgyðistrúarbrögðin. I eingyðistrúarbrögðunum er Guð einn
og almáttugur og allt andóf gegn almætti hans svo sem með því að reyna
að gera sér einhver lægri öfl hins yfirnáttúrulega undirgefin er synd, brot
gegn Guði og helgitign hans og ber að refsa sem slíku. Þessi eingyðis-
trúarafstaða gegn galdri kom snemma fram í kristninni.
Það er kunn staðreynd úr trúarbragðasögunni, að þegar skipt er um
trúarbrögð með þjóðum þá lifir eldri trúin oft um eitthvert skeið sem
dulinn, óheimill átrúnaður. Guðirnir sem gert hefur verið að þoka af
Skírnir, 168. ár (vor 1994)