Skírnir - 01.04.1999, Side 28
22
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
réttindi, alveg eins og þeir sem ráku verslun öðluðust rétt til að
versla, þannig að ríkið gat ekki bótalaust lokað búðum þeirra þótt
það gæti bannað öðrum að opna sams konar búðir án þess að
greiða þeim bætur fyrir. Um þetta segir Sigurður Líndal pró-
fessor:
Hér hefur það gerzt að þeir sem umfram aðra hafa hagnýtt sér
hafalmenningana við strendur Islands með því að ráðast í veiðar úr
nytjastofnum þar í skjóli almannaréttar og atvinnufrelsisákvæðis stjórn-
arskrárinnar, áður í 69. gr., en nú í 75. gr., hafa með því áunnið sér
atvinnuréttindi sem njóta síðan verndar eignarréttarákvæðis stjórnar-
skrárinnar, áður í 67. gr., en nú 72. gr. I framhaldi af því hefur þessi
réttur verið nánar afmarkaður. Með hagnýtingu almannaréttar öðlast
menn stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi - almannaréttur verður séreign-
arréttur. Síðan vinnur tíminn sitt verk.11
Aðrir lögfræðingar hafa tekið í svipaðan streng. Til dæmis segir
Þorgeir Orlygsson:
Þeir, sem við útveg starfa í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á grund-
velli úthlutaðra leyfa frá ríkisvaldinu, hafa komið sér upp sérhæfðum at-
vinnutækjum og lagt efnahagslegt öryggi sitt þar undir. Fer ekki á milli
mála, að réttur manns til slíkrar atvinnu, sem hann hefur stundað með
löglegri heimild, ef til vill um langan tíma, og á efnahagslegt öryggi sitt
undir, hefur fjárhagslegt gildi fyrir viðkomandi. [...] Ekki er hægt að úti-
loka, að breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi bitni svo hart á
einstökum aðilum, sem eru handhafar veiðiheimilda í núverandi kerfi, að
bótaskyldu geti varðað samkvæmt eignarnámsákvæði stjórnarskrárinn-
ar.12
og Skúli Magnússon:
[...] rétturinn til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni [...] nýtur eignar-
réttarverndar [...]. Eftir því sem kvótakerfið festist betur í sessi hljóta
heimildir löggjafans til að kollvarpa kvótakerfinu bótalaust að þrengj-
ast.13
11 Sigurður Líndal 1998, bls. 794.
12 Þorgeir Örlygsson 1998, bls. 54-55 og 58.
13 Skúli Magnússon 1995, bls. 200.