Skírnir - 01.04.1999, Page 32
GÍSLI PÁLSSON OG AGNAR HELGASON
Kvótakerfið:
kenning og veruleiki
sjávarútvegur íslendinga hefur tekið stakkaskiptum á tuttug-
ustu öld og sömuleiðis íslenskt samfélag. Alvarlegur aflabrestur á
áttunda áratugnum sannfærði flesta landsmenn um að fiskistofnar
væru takmörkuð stærð. Breyttar aðstæður og nýjar hugmyndir
um auðlindir sjávar neyddu menn til að leita nýrra leiða við
stjórn fiskveiða. Fyrstu tilraunir til að hefta aðgang að fiskimið-
unum fólust í útfærslu landhelginnar og beindust fyrst og fremst
að erlendum skipum. Áhyggjur um að slíkar takmarkanir myndu
ekki nægja til að „bjarga“ fiskistofnunum hvöttu íslendinga til að
taka upp kvótakerfi. Hitt skipti þó einnig máli að nýir vindar
blésu í stjórnmálum, bæði hér á landi og erlendis.
Undanfarin misseri hafa landsmenn rætt af miklum ákafa um
kvótakerfið, m.a. um eignarhald, framsal og skiptingu aflaheim-
ilda. Ekki hefur dómur Hæstaréttar (3. desember 1998) í máli
Valdimars Jóhannessonar dregið úr áhuga manna á slíkri um-
ræðu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þau forréttindi
handhafa aflaheimilda, sem rakin eru til „veiðireynslu" fiskiskipa
við upphaf kvótakerfisins, stríddu gegn ákvæðum stjórnarskrár-
innar um jafnræði þegnanna og atvinnuréttindi, og synjun sjávar-
útvegsráðuneytisins árið 1996 á kröfu Valdimars um veiðileyfi og
aflaheimildir væri þar með fallin úr gildi. Fáir höfðu búið sig
undir slíkan dóm, eftir tveggja ára málarekstur sjávarútvegsráðu-
neytis, héraðsdóms og Hæstaréttar, en pólitísku áhrifin létu ekki
á sér standa. Spjótin beinast nú að sjálfu kvótakerfinu, eðli þess
og grundvelli, ekki einungis áherslum í útfærslu þess. Og í fyrsta
skipti í fimmtán ára sögu kvótakerfisins róa menn til fiskjar án
tilskilinna aflaheimilda, með það yfirlýsta markmið að láta reyna
á réttmæti þess fyrir dómstólum.
Hér verður reynt að bregða mannfræðilegu ljósi á nokkur at-
riði sem tengjast deilunum um kvótakerfið: I fyrsta lagi verður
Skímir, 173. ár (vor 1999)