Skírnir - 01.04.1999, Page 34
28
GÍSLI PÁLSSON OG AGNAR HELGASON
SKÍRNIR
Ef notað er tungutak leikjakenninga (game theory) og gert ráð
fyrir að frá sjónarmiði bóndans sé gagnsemi þess að fjölga kind-
um á sameiginlegu beitarlandi +1, er skaðinn sem hann bæri af
því, samkvæmt Hardin, aðeins brot af -1. Þetta er vegna þess að
aðrir bæru skaðann með bóndanum. Þar sem gert er ráð fyrir að
aðrir bændur myndu meta aðstæður á sama hátt, hefur bóndinn í
dæmi okkar (og þ.a.l. aðrir bændur sömuleiðis) enga ástæðu til að
sýna beitarlandinu virðingu. Það beitarland sem einn bóndi
reyndi að hlífa fyrir ofbeit myndu aðrir miskunnarlaust og sam-
stundis nota sér til framdráttar. Hardin hélt því með öðrum
orðum fram að ofbeit væri óhjákvæmilegur harmleikur þar sem
auðlindir væru í almenningseign. Einkavæðing sameiginlegs beit-
arlands hefði hins vegar í för með sér ábyrga landnýtingu; bónd-
inn hefði í því tilviki beinan hag af því að hamla gegn ofbeit og
hann yrði sjálfur að bera allan þann skaða sem hlytist af óábyrg-
um ákvörðunum.
Líking Hardins um harmleikinn féll strax í frjóan jarðveg og
ekki leið á löngu áður en henni var beitt í umræðum um margs
konar umhverfisvanda, m.a. mengun og ofveiði. Aðeins með því
að skapa einkaeign á auðlindum, sögðu menn, væri hægt að ná
tökum á ofnýtingarvandanum. Kvótakerfi af því tagi sem tíðkast
hér á landi byggjast á þessari vestrænu kenningahefð. Sögulega
eru hugmyndir um kvótakerfi samofnar gömlum hugmyndum
um einkaeign og einkavæðingu. Samt eiga kvótakerfi í fiskveiðum
sér fremur stutta sögu. Fyrsti vísirinn að slíkri hugmynd kom
fram í Bandaríkjunum árið 1942, en þá settu líffræðingarnir
William C. Herrington og Robert Nesbit fram nýstárlegar tillög-
ur um stjórnun veiða í Chesapeake-flóa í Maryland (sjá Scheiber
og Carr 1997: 237). Tillögur þeirra gerðu ráð fyrir „auðlinda-
rentu“, veiðirétti byggðum á aflareynslu og úreldingu „óþarfa"
fiskiskipa. Enda þótt tillögunum hafi verið þokað til hliðar, þar
sem aðrir pólitískir vindar blésu um skeið við strendur Norður-
Ameríku, urðu þær mönnum tilefni til að setja fram formlegar
kenningar um það sem kalla mætti „eiginleg" kvótakerfi. H. Scott
Gordon setti fyrstur fram slíka kenningu í ritgerð árið 1954, þar
sem leidd voru rök að því að almenningseign á fiskistofnum hefði