Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 36
30
GÍSLI PÁLSSON OG AGNAR HELGASON
SKÍRNIR
kenningar verða ekki til í tómarúmi heldur draga þær dám af því
samfélagi sem elur þær.
Enginn þarf að velkjast í vafa um að það sem vakti fyrir þeim,
sem lögðu grunninn að kvótakerfum, var einkavæðing fiski-
stofna. Kennisetning nýklassískrar hagfræði kvað á um það, og
sömuleiðis pólitískt umhverfi frjálshyggjunnar sem fóstraði hana.
Þar sem kvótakerfum hefur verið komið á og kenningin hefur
orðið að veruleika hefur hins vegar yfirleitt verið lögð áhersla á
„réttindi“ fremur en „eignarform“. Menn gera því skóna að ein-
ungis sé um stjórnunarform að ræða, tímabundinn rétt til afnota.
Ekki höfðu menn fyrr komið á kvótakerfi í Alaska en tungutaki
einkavæðingar var ýtt til hliðar í kjölfar eindreginna mótmæla
sem minntu á að verið væri að taka lífsbjörgina af almenningi,
færa hana nýjum aðli og hverfa frá rótgrónum ákvæðum banda-
rískra laga um almenningseign á auðlindum sjávar, svonefndum
„public trust“-ákvæðum (Macinko 1993, Rieser 1997, McCay
1998). Kenningasmiðirnir gripu nú til nýs tungutaks, rósamáls
sem almenningur og stjórnmálamenn áttu auðveldara með að
kyngja, og töluðu um „veiðar byggðar á réttindum" (rights-based
fishing), eins og rétturinn til veiða væri nýjung í sögu Homo sapi-
ens og menn hefðu ráfað réttlausir um jörðina frá því að tegundin
leit dagsins ljós. Það gleymdist furðu fljótt að gagnrýni kenninga-
smiða frjálshyggjunnar á afrétti og almenninga undirstrikaði
einmitt, nær undantekningarlaust, eignarformið sjálft, nauðsyn
einkaeignar og mikilvægi þess að afnema fornan nytjarétt al-
mennings. Svipuð spenna milli einkaeignar og nytjaréttar hefur
einkennt deilur um kvótakerfið hér á landi (Óðinn Gunnar Óð-
insson 1997, Agnar Helgason og Gísli Pálsson 1998), m.a. um-
ræðu síðustu missera um lögmæti kvótaúthlutana og réttinn til að
veðsetja aflaheimildir.
Sumir kenningasmiðanna hafa þó aldrei farið í grafgötur með
þýðingu einkaeignar. Meðal þeirra er Anthony Scott. I grein frá
árinu 1986 segir hann: „Hugmyndin um að fiskveiðar [...] eigi
ekki að lúta einkaeign [...] er fullkomlega andstæð sjálfri
hugmyndinni um kvótakerfi, og því er hún utan við efnissvið
þessarar greinar“ (sjá Macinko 1993: 948-49, n. 140). Scott taldi
nauðsynlegt að snúa við þeirri þróun sem Magna Carta (frelsis-