Skírnir - 01.04.1999, Page 39
SKÍRNIR
KVÓTAKERFIÐ: KENNING OG VERULEIKI
33
vitnilegt dæmi í þessa veru. Allt frá því á 13. öld voru hrepparnir
ábyrgir fyrir sameiginlegri nýtingu afrétta. Lagafyrirmæli Grá-
gásar fjölluðu um hættuna á ofbeit með afar nútímalegum hætti.
Bændur voru hvattir til að hámarka fjölda sauðfjár á afréttum að
því marki sem það hefði ekki í för með sér rýrari dilka. Þetta
stjórnunarkerfi hrundi reyndar síðar meir, af mörgum sögulegum
ástæðum (Þráinn Eggertsson 1992).
I annan stað er ástæða til að efast um að þær fullyrðingar séu á
rökum reistar að einkavæðing í formi kvótaúthlutunar stuðli að
ábyrgri nýtingu á fiskistofnum. Jafnvel þótt kenning Hardins um
mikilvægi einkaeignar væri talin gilda um ofbeit og landnýtingu,
er alls ekki þar með sagt að hún eigi við um fiskveiðar. Kenningin
um kvótann gerir ráð fyrir, eins og áður segir, að eigendur afla-
heimilda hljóti að hafa beinan hag af því að nýta auðlindina skyn-
samlega og rányrkja verði því úr sögunni með tilkomu kvóta-
kerfa. Pólitískt fylgi við kvótakerfi byggir sömuleiðis gjarna á
þeirri röksemd að þau stuðli að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu, að
þau komi í veg fyrir þann harmleik sem Hardin gerði að umtals-
efni (sjá nefndarálit Rannsóknaráðs Bandaríkjanna, Sharing the
Fish, 1999). En, vel að merkja, aflahlutdeild felur ekki í sér yfirráð
yfir tilteknum fiskum - nema þá í fiskeldi, sem ekki er hér til um-
ræðu. Nákvæmt eftirlit með villtum stofnum er sérstökum vand-
kvæðum bundið. Þetta merkir að handhafi aflaheimilda er háður
því að aðrir handhafar umgangist auðlindina skynsamlega, en á
hinn bóginn hefur hann enga tryggingu fyrir að sú verði raunin.
Ef röksemd Hardins er tekin gild um bændur og hjarðmenn á
afréttum ætti hún þess vegna einnig að gilda um handhafa afla-
heimilda. Auðlindin sjálf hefur enn sem fyrr einkenni almenninga
þótt heimildum hafi verið úthlutað til einkaaðila. Rifjum upp að
Hardin hélt því fram að frá sjónarmiði bóndans væri gagnsemi
þess að fjölga kindum á sameiginlegu beitarlandi +1 en skaðinn
sem af því hlytist aðeins brot af -1 og þess vegna væri „skynsam-
legt“ fyrir hvern og einn að taka þátt í ofbeit og rányrkju. Hið
sama ætti þá einnig að gilda um handhafa aflaheimilda: Gagnsemi
þess að veiða umfram úthlutaða heimild og henda smáfiski er +1.
Skaðinn sem af því hlýst getur hins vegar aðeins verið brot af -1;
þegar til lengdar lætur þurfa allir handhafar að deila skaðanum