Skírnir - 01.04.1999, Page 47
SKÍRNIR
KVÓTAKERFIÐ: KENNING OG VERULEIKI
41
hvorki formælendur né andmælendur kerfisins sáu fyi'ir. Ef til
vill eru myndir 4 og 5 sterkari vísbending en nokkuð annað um
breyttar framleiðsluafstæður í íslenskum sjávarútvegi, fram-
leiðsluafstæður sem margur hefur á undanförnum árum líkt við
lénskerfi miðalda (sjá Óðin Gunnar Óðinsson 1997). Greinilegt
er að það sem kallað er „að veiða fyrir aðra“ og að veiða „tonn á
móti tonni“ hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum.
Mynd 5 sýnir á skýran hátt þau skil sem hafa vei'ið að myndast á
milli þeirra sem eiga og leigja út kvóta og hinna sem verða að
leigja til sín kvóta.
I raun ætti þessi þróun mála þó ekki að koma á óvart. Með því
að gera fiskveiðiréttindi framseljanleg (þ.e.a.s. að markaðsvöru),
er hinni ósýnilegu hönd markaðarins fengið það hlutverk að stýra
dreifingu aflaheimilda á milli útgerða. Slíkt fyrirkomulag gerir
þeim útgerðum sem nota réttindi sín á hagkvæmasta hátt (þ.e.a.s.
hámarka arð með minnstum tilkostnaði) kleift að kaupa afla-
heimildir af öðrum útgerðum, sem ekki nota fiskveiðiréttindi sín
á jafn hagkvæman hátt. Frá sjónarhorni markaðarins skiptir engu
máli hversu margar útgerðirnar eru, né hvernig kvótarnir dreifast
á milli þeirra. Hagkvæmnissjónarmiðin horfa einnig framhjá því
hverjir það eru sem eiga kvótana, hvar á landinu þeir hafa aðsetur
og hvar kvótarnir eru notaðir (um byggðaþáttinn, sjá t.d. Einar
Eyþórsson 1996, Þórólf Matthíasson 1997 og Stefán Ólafsson
1999). Það eina sem skiptir máli er að kvótinn sé hverju sinni not-
aður til að skapa eins mikinn arð og mögulegt er. Eins og dr.
Altunga í sögunni um Birting eftir Voltaire telja nýklassískir hag-
fræðingar að allt sé eins og best verði á kosið - svo fremi sem
frjáls markaðsviðskipti ráði dreifingu framseljanlegra kvóta. I
slíkum tilvikum megi alltaf búast við hámarksarði af fiskveiðun-
um.
Sitthvað má læra af reynslu annarra þjóða af svipuðum félags-
legum og hagrænum tilraunum og gerðar hafa verið hér á landi
með kvótakerfi í fiskveiðum (sjá t.d. Sharing the Fish, 1999). Er-
lendar rannsóknir á kvótakerfum, til að mynda í New Jersey í
Bandaríkjunum, hafa leitt í ljós áþekkar niðurstöður og rannsókn
okkar um breytingar á skiptingu aflaheimilda. Sumir fræðimenn,
til dæmis bandaríski mannfræðingurinn Bonnie McCay (1987),