Skírnir - 01.04.1999, Page 52
46
GÍSLI PÁLSSON OG AGNAR HELGASON
SKÍRNIR
meirihlutans (eða sannfæra fólk um að kostir kerfisins vegi upp á
móti göllum þess) og skapa þannig sátt um fiskveiðistjórnun á Is-
landi.
Mannfræðin er vel til þess fallin að upplýsa hvað það er sem
veldur deilum um kvótakerfið. Með svonefndum þátttökuathug-
unum, þar sem er fylgst með og talað við þátttakendur í daglegu
lífi sínu, með formlegum viðtölum og greiningu á opinberri orð-
ræðu, öðlast mannfræðingar nauðsynlegt innsæi í hugmyndaheim
þess fólks sem um er að ræða. Og það gerir þeim kleift að koma
auga á og skilja uppsprettu ágreinings um fiskveiðistjórnun á Is-
landi. Sumir mannfræðingar hafa talað um félagslegt eða siðferði-
legt landslag í þessu sambandi (sjá Agnar Helgason og Gísla Páls-
son 1997), til að leggja áherslu á að framleiðsla og viðskipti mót7
ast óhjákvæmilega af hugmyndum fólks og samfélagi þess
hverju sinni. Margur ætlar að hagkerfi hafi sjálfstæða tilvist og
lúti sínum eigin lögmálum, en svo er ekki. Öll hagræn starfsemi,
að svo miklu leyti sem hægt er að afmarka það sem hagrænt er,
helgast af því umhverfi sem elur hana, af tíðaranda augnabliksins
jafnt sem rótgrónum hugmyndum um rétt og rangt. Þetta sið-
ferðilega landslag skapar farvegi og hindranir fyrir hvers kyns
framleiðslu og viðskipti.
Slík nálgun auðveldar skilning á tengslunum á milli hugmynda
fólks um viðskipti og ýmissa gilda og venja sem ekki eru allajafna
tengd við hagkerfið. Þannig er hægt að öðlast skilning á því sem
gerist í hugskoti fólks þegar reynt er að teygja markaðinn inn á
ný svið, til dæmis þegar fiskveiðiréttindi á íslandi voru endurskil-
greind sem framseljanleg markaðsvara (kvóti) árið 1991. I slíkum
tilvikum verður breyting á hinu siðferðilega landslagi, og um leið
er reynt að móta nýja viðskiptafarvegi. Slík umskipti eru iðulega
tilefni deilna, ekki síst þegar miklum hagsmunum er ógnað og
hróflað er við rótgrónum hugmyndum um sögu, samsemd og
sjálfstæði einstaklinga og hópa.
Fólk fellir gjarna harða siðferðilega dóma í kjölfar þess að
bjargir og nauðsynjar á borð við jarðnæði og fiskimið hafa verið
gerðar að markaðsvöru. Mannfræðilegar rannsóknir hafa sýnt
fram á að slíkir dómar eru furðu líkir hverjir öðrum, þótt oft séu
þeir bundnir stað og stund. Þau viðskipti sem þykja sjálfsögð í