Skírnir - 01.04.1999, Page 54
48
GÍSLI PÁLSSON OG AGNAR HELGASON
SKÍRNIR
armannsins eða í önnur sveitarfélög. Að baki þessum hugmynd-
um býr forn alþýðukenning sem leggur áherslu á vinnuafl manns-
ins og sköpunarmátt þess.
Lokaorð
Kvótakerfið í þorskveiðum hefur verið við lýði í einn og hálfan
áratug, helmingi skemur ef miðað er við frjálst framsal aflaheim-
ilda. Mikilvægt er að menn hafi kjark til að meta áhrif þess for-
dómalaust og opinskátt og séu reiðubúnir að endurskoða það
með hagsmuni og vilja almennings í huga, í ljósi upphaflegra
markmiða og reynslu undanfarinna ára. Eitthvað hefur eflaust
áunnist, en mörgum finnst að það hafi verið keypt dýru verði.
Eins og hér hefur verið rakið hefur kvótakerfið getið af sér það
sem kallað hefur verið harmleikur almennings; tiltölulega fá-
mennur hópur manna ráðskast með eina helstu auðlind þjóðar-
innar, almenninga hafsins, án þess að greiða samfélaginu eðlilegt
gjald fyrir afnotin, gjald sem endurspegli raunverulegt andvirði
þeirra verðmæta sem um er að ræða.
Islenskir fræðimenn, sem fjallað hafa hagfræðilega og lög-
formlega um eignarhald á fiskistofnum og aflaheimildum, hafa
yfirleitt leitt hjá sér meginröksemd kenningasmiðanna upphaf-
legu um mikilvægi einkavæðingar. Það er eins og menn hafi
gleymt því hvað fyrir kenningasmiðunum vakti, hugmyndir
þeirra pólitísku hugsuða sem lögðu grunninn að frjálshyggjunni
eigi ekki lengur við og röksemdir Hardins um nauðsyn einka-
eignar til að afstýra harmleikjum skipti ekki máli. Nú er enginn
bundinn af orðum kenningasmiðanna, nema hugsanlega þeir
sjálfir, ef þeir hafa þá ekki skipt um skoðun, og kannski ekki
ástæða til að taka röksemdafærsluna um einkaeignina of alvarlega.
Með því að taka upp kvótakerfi afsala menn sér ekki sjálfkrafa
réttinum til að ákvarða að fiskistofnar séu eign ríkis eða þjóðar og
má einu gilda þótt það stangist á við fullyrðingar einhverra kenn-
ingasmiða, sem fæstum auðnaðist að fylgja kenningum sínum eft-
ir eða sannreyna mátt þeirra og gildi.
Þó er ekki rétt að vanmeta umræddar kennisetningar. Og ekki
skyldi fólk heldur leiða hjá sér atburðarás undangenginna miss-