Skírnir - 01.04.1999, Side 62
56
ÓSKAR BJARNASON
SKÍRNIR
anabræður hans töldu ofuráherslu á rökhugsun meðal sjúkdóms-
einkenna nútímans, maðurinn væri að glata tilfinningu og innsæi,
sjálfri sálinni. Því leitaðist hann við að gera forlag sitt að „sama-
stað allra þeirra sem mótmæla einræði vitsmunahyggjunnar en
halda á lofti hinni hreinu lífsskynjun".10 í þeim tilgangi gaf hann
m.a. út rit franska heimspekingsins Henris Bergson en hann var
einn forvígismanna andskynsemisstefnunnar. Diederichs trúði að
í náttúrunni og geislum sólarinnar byggju andlegir, jafnvel guð-
legir kraftar sem maðurinn gæti drukkið í sig og öðlast hlutdeild
í.* 11 Hann fór fyrir „Serahópnum" svonefnda, nokkurs konar
þjóðmenningar- og trúarhópi ungs fólks sem hélt sólstöðuhátíðir
að norrænum sið í skógarrjóðrum. Þar voru dansaðir þjóðdansar,
heiðinn andi sveif yfir vötnum, og ekki sakaði ef Ása-Þór sendi
kveðju í formi þrumu og eldingar.12 Diederichs hikaði ekki við að
líkja sér við sjálfan Jóhannes skírara13 en háðfuglar kölluðu hann
„stofnanda bókaforlagstrúarinnar".14
Menningarsvartsýnismenn töldu bændafólk best til þess fallið
að drekka í sig krafta náttúrunnar og þar eygði Diederichs fram-
tíðarvon þjóðarinnar. Borgarbúar skyldu fyrir sitt leyti hlú að
rótum sínum í sveitinni, í náttúrunni, ef þeir ættu ekki að verða
úrkynjun að bráð eins og öreigar stórborganna.15 Hinn dæmi-
gerði menningarsvartsýnismaður á árunum fyrir heimsstyrjöldina
fyrri forðaðist að taka flokkspólitíska afstöðu. Hann taldi sig
ópólitískan en leitaði umbóta og stuðlaði að mannrækt á öðrum
sviðum. I því efni var Diederichs engin undantekning. Um það
leyti sem Thule-ritröðinni var hleypt af stokkunum hóf hann
Werk Hauptmanns, Hesses und der Briider Mann um 1900. Frankfurt am
Main 1987, s. 201.
10 E. D. til Henris Bergson, 28. ágúst 1908. Leben und Werk, s. 193.
11 E. D. til Christophs Schrempf, 21. sept. 1915. Leben und Werk, s. 267.
12 E. D. til „ungs vinar úr Serahópnum", 11. ágúst 1925. Leben und Werk, s. 420.
13 E. D. til Rudolfs von Delius, 19. feb. 1917. Leben und Werk, s. 287.
14 Texti við skopteikningu í Zwiebelfisch (1913) sem sýnir Diederichs í líki dýr-
lings á stjörnuhimninum. Eugen Diederichs. Selbstzeugnisse und Briefe von
Zeitgenossen. Ulf Diederichs sá um útgáfuna. Dússeldorf/Köln 1967, s. 79.
15 E. D.: „Verproletarisierung" (1919). Sami: Politik des Geistes. Jena 1920, s.
183-85. Ritið inniheldur valdar greinar Diederichs frá 1914 til 1919 úr tímarit-
inu Die Tat sem hann gaf sjálfur út.